Fréttir

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða sundþjálfara til starfa næsta vetur með möguleika á framtíðartarfi.Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt yfirumsjón með öllum hópum.

Skráningar hafnar á Unglingalandsmótið

Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótið hefst föstudaginn 2.

Landsmót UMFÍ á Selfossi

Eftir rétta viku hefst Landsmót UMFÍ á Selfossi en keppni hefst eftir hádegi á fimmtudeginum 4. júlí. Landsmótsgestir fara væntanlega að drífa að fljótlega upp úr næstu helgi og verður örugglega straumur fólks á staðinn þegar líður að mótshelginni.

Vorfagnaður sunddeildar

Vorfagnaður sunddeildarinnar var haldinn í Hellisskógi í byrjun júní. Þar var sundfólki veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á tímabilinu.

Stemming á sundnámskeiði

Það hefur svo sannarlega verið stemming á sundnámskeið í Sundhöllinni undanfarna daga. Þar hafa hátt í 50 krakkar verið að þjálfa sundtökin undir styrkri stjórn Guggu.

Vorhátíð

Vorhátíðin sunddeildarinnar verður haldin næstkomandi miðvikudag 5. júní í Hellisskógi, en þann dag ætla veðurguðirnir að miskunna sig yfir okkur.

Vornámskeið í sundi

Sunddeild Umf. Selfoss og Gugga í Guggusundi halda vornámskeið í sundi fyrir börn 3.-14. júní.Aldur: Börn fædd 2007 og 2008.  Einnig verður í boði skólahópur fyrir börn sem eru byrjuð í skóla og vilja bæta við kunnáttuna.Skráning og upplýsingar í guggahb@simnet.is eða í síma 848-1626.

Íslandsmet á IMOC í sundi.

Íslandsmót Garpa (IMOC) fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði 3. – 4. maí 2013.  Frá UMFSelfossi tóku þátt fimm keppendur: Sigmundur Stefánsson í flokki 60-64 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára, Gunnar Þór Gunnarsson í flokki 40-44 ára, Ægir Sigurðsson og  Sigurlín Garðarsdóttir í flokki 35-39 ára, Stefán Reyr Ólafsson í flokki 30-34 ára og frá Hamri keppti Magnús Tryggvason í flokki 45-49 ára.

Sunddeild Selfoss var stigahæst á Aldursflokkamóti HSK.

Aldursflokkamót HSK fór fram á Hvolsvelli sunnudaginn 5. maí. 45 keppendur frá fimm félögum mættu á bakkann í útilauginni. Besta afrek mótsins vann Þórir Gauti Pálsson frá Selfossi í 100m skriðsundi og loksins, eftir margra ára bið, vann lið Selfoss mótsbikarinn með 185 stig.

Æfingadagur í sundi hjá brons og koparhópum

Laugardaginn 20. apríl fóru 22 hressir krakkar í æfingaferð að Borg í Grímsnesi. Farið var með rútu frá Sundhöllinni kl. 10 og með í för voru nokkrar mömmur sem tóku að sér að elda hádegismat fyrir krakkana.