Fréttir

Deportivo wanka sigruðu mjúkboltamótið

Um síðastliðina helgi fór fram Mjúkboltamót og bjórkvöld á vegum handknattleiksdeildar. Mótið var haldið í íþróttahúsinu Vallaskóla og lukkaðist vel, en alls voru skráð 24 lið og yfir 120 þáttakendur.

Olísdeild kvenna fer aftur af stað

Nú er Olísdeild kvenna farin af stað aftur eftir mánaðarfrí. Stelpurnar hefja leik á morgun og mæta þá Valskonum á Hlíðarenda kl 14.Selfoss er nú í 6.sæti af 8 liðum, með 5 stig eftir 12 umferðir.

Nóg að gera hjá Selfyssingum í landsliðum

Það er búið að vera nóg að gera hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta þessa dagana, en um í byrjun árs hafa voru æfingar og æfingaleikir hjá langflestum landsliðum Íslands.

EM í Króatíu hefst í dag

Evrópumótið í handbolta hefst í dag en það er haldið í Króatíu að þessu sinni. Ísland lenti í A-riðli og mun spila gegn Svíum, Serbum og heimamönnum í Króatíu.

Teitur til Kristianstad

Teitur Örn Einarsson mun halda út í atvinnumennskuna næsta haust en hann hefur samið við sænska félagið IFK Kristianstad frá og með næsta tímabili.

Mjúkboltamót og bjórkvöld

Laugardaginn 13.janúar n.k. verður haldið mjúkboltamót eða softballmót í íþróttahúsinu Vallaskóla.Spilað verður á litlum völlum á lítil mörk, fjórir gegn fjórum.

Haukur og félagar unnu Sparkassen Cup

U-18 ára landslið karla sigraði Sparkassen Cup í Þýskalandi sem fram fór nú á milli jóla og nýárs. Selfoss átti sinn fulltrúa í liðinu, Hauk Þrastarson, en hann stóð sig með mikilli prýði bæði í vörn og sókn og var næstmarkahæstur íslenska liðsins með 31 mark.Liðið mætti úrvalsliði Saar, Póllandi og Hollandi í riðlakeppninni og unnust allir þeir leikir örugglega.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2017-2018

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Selinu á Selfossi föstudaginn 5. og laugardaginn 6. janúar 2018. Þema ráðstefnunnar í ár er samstíga til árangurs.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum Sveitarfélagsins Árborgar að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Nýr samningur við Hótel Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og Hótel Selfoss skrifuðu á dögunum undir nýjan samstarfssamning en Hótel Selfoss hefur verið einn af stærri styrktaraðilum handknattleiksdeildarinnar undanfarin ár.Mikil ánægja er með nýjan samning og hefur samstarf við hótelið ávallt verið gott og farsælt. Mynd: Jón Birgir og Þorsteinn Rúnar frá handknattleiksdeildinni ásamt Ragnari Bogasyni, hótelstjóra og Helgu Guðnýju, starfsmanni hótelsins.

Ída valin í U-20 landsliðið

Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur verið valin í 24 manna æfingahóp U-20 ára landslið kvenna. Æfingarnar fara fram 27.-30.desember n.k.