05.11.2017
Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í Olísdeild karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og fínum sóknarleik. Jafnræði var á með liðunum og staðan í hálfleik 15-17.
04.11.2017
Selfoss vann glæsilegan þriggja marka sigur á botnliði Gróttu. Leikurinn var jafn framan af og staðan var 8-9 í hálfleik, Selfoss leiddi síðan allan seinni hálfleikinn og sigldi að lokum inn flottum þriggja marka sigri, 18-21.Perla Ruth var markahæst með 7 mörk.
25.10.2017
Selfoss mætti Valskonum í Olísdeild kvenna í skemmtilegum og jöfnun leik framan af. Selfyssingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 13-12 yfir í hálfleik.
23.10.2017
Selfyssingar sigruðu sterkt lið Hauka á Ásvöllum í Olísdeildinni í gær, 23-24. Fyrri hálfleikur var slappur hjá okkar mönnum og staðan í hálfleik 13-8 fyrir Hauka.
16.10.2017
Handknattleiksdeild Umf Selfoss og fasteignasalan Domusnova hafa gert með sér samstarfssamning um svokallaðar Handboltaeignir Selfoss.Stuðningsmenn í söluhugleiðingum geta því farið með sína fasteign til sölumanna Domusnova á Selfossi. Handknattleiksdeildin fær fasta greiðslu fyrir hverja selda fasteign sem fer í kaupsamning og því frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn í söluhugleiðingum að styrkja handknattleiksdeildina um leið.Nánari upplýsingar veita sölumenn Domusnova á Selfossi.Áfram Selfoss Mynd: Atli Kristinsson og Óskar Már Alfreðsson skrifa undir samstarfssamning á leik Selfoss og ÍR
Mynd: Umf Selfoss/JÁE
15.10.2017
Það var í nógu að snúast í handboltanum í dag því tveir leikir voru á dagskrá hjá báðum meistaraflokkum. Selfossstelpur fóru í Hafnafirðinn og sóttu Hauka heim og hér heima fengu strákarnir ÍR-inga í heimsókn.Haukar 22-20 SelfossHaukar unnu tveggja marka sigur eftir grátlegar lokamínútur þar sem Selfoss var 2 mörkum yfir þegar 6 mínútur voru eftir.
14.10.2017
Alls hafa verið kallaðir til 18 Selfyssingar til landsliðverkefna með yngri landsliðum, afrekshóp HSÍ og A-landsliði karla. Æfingar munu fara fram dagana 25-29.
11.10.2017
Selfyssingar fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan sigu Framstelpur framúr og staðan í hálfleik var 13-18.
10.10.2017
Selfoss vann magnaðan sigur á Aftureldingu, 28-29, í Mosfellsbænum í kvöld. Liðið var undir allan leikinn en með ótrúlegum lokakafla, þar sem Elvar Örn skoraði 4 mörk í röð, náðu Selfyssingar að jafna leikinn, 26-26.
29.09.2017
Selfyssingar fengu skell þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn í íþróttahús Vallaskóla í Olís-deildinni í gær. Lokatölur urðu 23-31 eftir að heimamenn höfðu leitt í hálfleik 15-14.Vendipunktur leiksins varð um miðjan síðari hálfleik þegar Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 19-23.