05.09.2017
Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.
29.08.2017
Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.
28.08.2017
Selfyssingar báru sigur úr bítum á Ragnarsmótinu sem lauk í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag. Strákarnir báru sigurorð af liðum ÍR og Fjölnis en gerðu jafntefli við HK.Nánar er fjallað um Ragnarsmót karla á vef .Í kvennaflokki var það lið Fram sem stóð uppi sem sigurvegari en Framarar unnu alla leiki sína á mótinu.
23.08.2017
Stelpurnar okkar lögðu land undir fót nú fyrr í ágúst og dvöldu í viku við æfingar í Torrevieja á Spáni. Liðinu gekk frábærlega og eru allir orðnir spenntir fyrir tímabilinu í Olís-deildinni sem hefst þriðjudaginn 12.
17.08.2017
Æfingar í handbolta hefjast í íþróttahúsi Vallaskóla mánudaginn 21. ágúst um leið og skólarnir byrja á ný. .
17.08.2017
í handbolta verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla dagana 21.-26. ágúst. Mótið, sem nú fer fram í 27. skipti er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.Stelpurnar spila 21.-23.
15.08.2017
Teitur Örn Einarsson frá Selfossi hefur heldur betur slegið í gegn með íslenska landsliðinu í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri.
03.08.2017
Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við hinn bráðefnilega bosníska markvörð Anadin Suljaković.Anadin er aðeins 19 ára gamall en er þrátt fyrir það reynslumikill markmaður.
18.07.2017
Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss. Ásamt því að vera línumaður er hann öflugur varnarmaður.Atli Ævar, sem er 29 ára, hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku og Svíþjóð síðustu fimm árin en auk þes á hann að baki 8 A-landsleiki.
17.07.2017
Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir er annar tveggja nýliða sem Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna valdi í til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn dagana 24.-30.