Fréttir

Elvar Örn framlengir við Selfoss

Elvar Örn Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Elvar Örn, sem er 19 ára, var valinn miðjumaður ársins í Olís-deildinni á síðasta keppnistímabili.Hann er fastamaður í U-21 landsliði Íslands sem hefur leik á HM í Alsír nk.

Brons hjá Guðjóni Baldri

Guðjón Baldur Ómarsson og félagar í U-17 ára landsliði Íslands tryggðu sér þriðja sætið á European Open með sigri á Noregi í Scandinavium höllinni í Gautaborg.Þriðja sæti á European Open verður að teljast frábær árangur liðinu, strákarnir uxu með hverjum leik og mynduðu frábæra liðsheild sem hjálpaði þeim í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum í mótinu.Næsta verkefni U-17 ára landsliðs karla er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí en þangað fer annar hópur leikmanna sem inniheldur Selfyssinginn Hauk Þrastarson.

Strákarnir í Svíþjóð

Strákarnir í 4. flokki fóru í frábæra ferð á í seinustu viku. Þrjú lið frá Selfossi tóku þátt, 28 drengir voru með í för, tveir þjálfarar og þrír farastjórar.

Selfyssingar fyrir Ísland

Handknattleiksdeild er svo lánsöm að eiga mikið af ungu efnilegu og jafnvel góðu fólki sem hefur verið valið til keppni fyrir Íslands hönd á hinum ýmsustu mótum í sumar.

Frábærar fyrirmyndir á Selfossi

Það var mikil gleði hjá iðkendum Selfoss í vikunni þegar tvær af okkar bestu fyrirmyndum litu óvænt við á æfingu yngri iðkenda í handboltaskólanum.Tveit af landsliðsmönnunum okkar frá Selfossi, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, mættu og hittu krakkana og tóku meðal annars vítakeppni með þeim.

Þuríður komin heim

Þuríður Olsen Guðjónsdóttir hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Þuríður er gríðarlega öflug skytta og varnarjaxl hinn mesti.

Örn Östenberg til Selfoss

Örn Östenberg hefur skrifað undir til tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Örn sem er vinstri skytta er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF.  Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015.Örn hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og er í U-19 landsliði Íslands sem tekur þátt í HM í Georgíu í sumar.Mikill fengur fyrir handknattleiksdeildina að fá þennan sómapilt og mikla efni til liðs við félagið.MM

Kvartett Selfyssinga í Álaborg

Fjórir efnilegir handboltamenn frá Selfossi vörðu seinustu viku með U-15 ára landsliði Íslands við. Þeir spiluðu m.a. æfingaleik í risahöllinni Gigantium en það er einnig heimavöllur Selfyssingsins Janusar Daða Smárasonar.Strákarnir sem heita Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Vilhelm Freyr Steindórsson stóðu sig gríðarlega vel og voru félagi sínu og þjóð til mikils sóma.Fimmti Selfyssingurinn, Örn Þrastarson, var í þjálfarateymi liðsins.öþ/gj---Strákarnir f.v.

Handboltaskóli Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða tvær vikur í boði í ár það eru vikurnar 19.-23.

Guðjón Baldur og Haukur með U17

Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson voru á dögunum valdir í verkefni á vegum .Guðjón Baldur var valinn ì liðið sem keppir á Opna Evrópumótinu í Sviþjóð í byrjun júlí og Haukur var valinn í liðið sem keppir á Ólympíumóti æskunnar í Ungverjalandi í lok júlí.Sitt hvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.