Fréttir

Guðjón Baldur og Haukur með U17

Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson voru á dögunum valdir í verkefni á vegum .Guðjón Baldur var valinn ì liðið sem keppir á Opna Evrópumótinu í Sviþjóð í byrjun júlí og Haukur var valinn í liðið sem keppir á Ólympíumóti æskunnar í Ungverjalandi í lok júlí.Sitt hvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.

Kristrún framlengir

Kristrún Steinþórsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.Kristrún sem hefur spilað allan sinn feril hjá Selfoss hefur verið lykilmaður hjá liðinu ásamt því að vera einn sá allra öflugasti undanfarin ár.Kristrún hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem hún hefur verið í afrekshóp HSÍ.Kristrún er mikilvægur hlekkur í þeirri vegferð sem framundan er hjá félaginu næsta vetur og er það svo sannarlega fagnaðarefni að hún skuli taka þátt í henni ásamt félögum sínum á Selfossi.Handknattleiksdeild fagnar því að hafa tryggt sér áframhaldandi krafta Kristrúnar og væntir mikils af henni sem og öðrum leikmönnum.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss---Kristrún ásamt Magnúsi formanni handknattleiksdeildar. Ljósmynd: Umf.

Systur halda tryggð við Selfoss

Systurnar Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís Þrastardætur hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss.Hrafnhildur Hanna hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið einn allra öflugasti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár og er orðin fastamaður í A-landsliði Íslands þar sem hún hefur spilað 22 landsleiki og skorað í þeim 47 mörk.Hulda Dís hefur, þrátt fyrir enn yngri aldur, verið fastamaður í liði Selfoss undanfarin ár og er einn allra sterkasti varnarmaður deildarinnar.Handknattleiksdeild Selfoss fagnar því að þær systur skuli halda tryggð við sitt heimafélag og hlakkar til næsta vetrar með þær innanborðs.Frekari frétta af leikmannamálum hjá Selfoss er að vænta á næstu dögum.MM/KÓM

Nýir menn við stýrið

Handknattleiksdeild Selfoss kynnir til leiks nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Örn Þrastarson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari og honum til halds og trausts verður Rúnar Hjálmarsson.Örn og Rúnar eru öllum Selfyssingum af góðu kunnir enda hafa þeir starfað fyrir félagið í mörg ár.

Perla Ruth framlengir við Selfoss

Þó að formlegri handknattleiksvertíð sé lokið er nóg að gerast innan handknattleiksdeildarinnar. Nú síðast var samið við landsliðskonuna Perlu Ruth um áframhaldandi veru innan félagsins en hún var einn af sterkustu leikmönnum Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.Perla Ruth hefur ekki æft handbolta lengi en hún hefur vakið mikla athygli í deild þeirra bestu fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á vellinum.Hún var á dögunum valin í æfingabúðir A-landsliðsins og mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í landsliðinu.

Hrafnhildur Hanna besti sóknarmaðurinn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss hlaut tvenn verðlaun á lokahófi HSÍ sem fram fór í seinustu viku. Hún var markahæst í Olís-deild kvenna með 174 mörk auk þess sem hún var kosin besti sóknarmaður deildarinnar.---Hrafnhildur Hanna með verðlaun sín á lokahófi HSÍ. Ljósmynd: HSÍ.

Katrín Ósk og Elvar Örn leikmenn ársins

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram með glæsibrag á Hótel Selfoss um helgina þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangur vetrarins.Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins.

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið föstudaginn 19. maí klukkan 17:00 í íþróttahúsi Vallaskóla.Á dagskrá verður m.a.

4. flokkur Íslandsmeistarar 2017

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki eru Íslandsmeistarar 2017 eftir 29-17 marka sigur í úrslitaleik á móti HK. Við óskum þessum einstaka hópi og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.

Hátt í hálfri þriðju milljón úthlutað til Umf. Selfoss

Í seinustu viku var tilkynnt um . Reglugerð um sjóðinn var breytt á síðasta héraðsþingi og framvegis verður úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári.Á fundi sjóðsstjórnar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust fyrir 1.