07.12.2017
Nýtt og brakandi ferskt handboltablað er komið út, ennþá volgt úr prentvélunum. Blaðinu verður dreift á öll heimili á Selfossi ásamt því að það mun liggja inni á flestum bensínstöðvum og verslunum.
02.12.2017
Þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru báðar valdar í A-landslið kvenna nú í nóvember en liðið lék þrjá æfingaleiki í lok mánaðarins við Þýskaland og Slóvakíu.
30.11.2017
Selfoss sigraði Stjörnuna í 12.umferð í Olísdeildinni nú í kvöld. Selfyssingar byrjuðu að krafti og var mikil barátta í okkar mönnum, sú barátta skilaði 6 marka forskoti í hálfleik, 16-10.
26.11.2017
Selfoss gerði sér lítið fyrir og unnu Víking með 11 mörkum, 25:36 í Víkinni í kvöld. Það var fljótt ljóst í hvað stefndi og var staðan í hálfleik 12-19 eftir ótrúlegt flautumark Teits í fyrri hálfleik frá miðju.
19.11.2017
Selfoss fékk FH í heimsókn í 10.umferð Olísdeildarinnar í handbolta. Selfoss byrjaði mjög vel og lokaði öllu í vörninni, staðan í hálfleik var 12-7.
16.11.2017
Selfoss tók á móti Fjölnisstúlkum í Olísdeild kvenna fyrr í kvöld. Fyrirfram var búist við spennandi leik en það varð aldrei raunin.
16.11.2017
Þær Elva Rún Óskarsdóttir, Sólveig Erla Oddsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir hafa allar verið kallaðar til landsliðsverkefna nú í lok nóvember.Elva Rún og Sólveig Erla voru valdar í U-18 ára landslið kvenna og Ída Bjarklind í U-20 ára landsliðið.
14.11.2017
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og MS hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla íþrótta- og forvarnarstarf félagsins en með þessum nýja samningi verður fyrirtækið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar keppnistímabilið 2017-2018.
13.11.2017
Selfoss tapaði naumlega fyrir botnliði Gróttu nú í kvöld, 22-21 Grótta byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik, 12-11. Í seinni hálfleik jók Grótta enn á forskotið og munurinn varð mestur 4 mörk þegar um sex mínútur voru eftir.
11.11.2017
Kvennalið Selfoss er úr leik í Coca-cola bikarnum eftir 8 marka tap gegn HK, 29-21, í Digranesi á föstudagskvöldið s.l.HK, sem er í efsta sæti 1.deildar höfðu yfirhöndina á leiknum og voru 2 mörkum yfir í hálfleik, 15-13.