Fréttir

Magnaður sigur gegn FH

Selfoss fékk FH í heimsókn í 10.umferð Olísdeildarinnar í handbolta. Selfoss byrjaði mjög vel og lokaði öllu í vörninni, staðan í hálfleik var 12-7.

Stórt tap gegn Fjölni

Selfoss tók á móti Fjölnisstúlkum í Olísdeild kvenna fyrr í kvöld. Fyrirfram var búist við spennandi leik en það varð aldrei raunin.

Fjórar í landsliðsverkefnum

Þær Elva Rún Óskarsdóttir, Sólveig Erla Oddsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir hafa allar verið kallaðar til landsliðsverkefna nú í lok nóvember.Elva Rún og Sólveig Erla voru valdar í U-18 ára landslið kvenna og Ída Bjarklind í U-20 ára landsliðið.

Nýr samstarfssamningur við MS

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og MS hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla íþrótta- og forvarnarstarf félagsins en með þessum nýja samningi verður fyrirtækið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar keppnistímabilið 2017-2018.

Tap gegn botnliði Gróttu

Selfoss tapaði naumlega fyrir botnliði Gróttu nú í kvöld, 22-21 Grótta byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik, 12-11. Í seinni hálfleik jók Grótta enn á forskotið og munurinn varð mestur 4 mörk þegar um sex mínútur voru eftir.

Selfoss úr bikarnum eftir tap gegn HK

Kvennalið Selfoss er úr leik í Coca-cola bikarnum eftir 8 marka tap gegn HK, 29-21, í Digranesi á föstudagskvöldið s.l.HK, sem er í efsta sæti 1.deildar höfðu yfirhöndina á leiknum og voru 2 mörkum yfir í hálfleik, 15-13.

Naumt tap gegn ÍBV

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í Olísdeild karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og fínum sóknarleik. Jafnræði var á með liðunum og staðan í hálfleik 15-17.

Sigur á Gróttu

Selfoss vann glæsilegan þriggja marka sigur á botnliði Gróttu. Leikurinn var jafn framan af og staðan var 8-9 í hálfleik, Selfoss leiddi síðan allan seinni hálfleikinn og sigldi að lokum inn flottum þriggja marka sigri, 18-21.Perla Ruth var markahæst með 7 mörk.

Tap gegn Valskonum

Selfoss mætti Valskonum í Olísdeild kvenna í skemmtilegum og jöfnun leik framan af. Selfyssingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 13-12 yfir í hálfleik.

Mögnuð endurkoma á Ásvöllum

Selfyssingar sigruðu sterkt lið Hauka á Ásvöllum í Olísdeildinni í gær, 23-24. Fyrri hálfleikur var slappur hjá okkar mönnum og staðan í hálfleik 13-8 fyrir Hauka.