Fréttir

Stelpurnar töpuðu í síðasta leik

Selfoss tapaði 32-27 þegar stúlkurnar mættu Stjörnunni í Garðabæ á laugardaginn. Hálfleikstölur voru 14-12.Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Elva Rún Óskarsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1. Varin skot: Viviann Petersen 15 (31%).Þetta var síðasti leikur liðsins í Olísdeild kvenna í vetur.

Tap í síðasta heimaleiknum

Selfoss tapaði gegn Fjölniskonum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í Olísdeild kvenna á tímabilinu, 21-24.Fjölnir leiddi nánast allan leikinn og var með eins til fjögurra marka forskot mestan hluta leiksins, hálfleikstölur voru 11-13.

Haukur Þrastarson valinn í A-landslið karla

Haukur Þrastarson hefur verið valinn í A-landslið karla fyrir Gulldeildina sem haldin er í Noregi 5. - 8. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem Haukur er valinn í A-landslið karla en hann hefur verið mikilvægur í yngri landsliðum karla síðustu ár.  Í hópnum er einnig að finna Selfyssinganna Ragnar Jóhannsson og Ómar Inga Magnússon.

Selfyssingar bikarmeistarar

Selfoss varð um helgina bikarmeistari í 4. flokki karla yngri eftir sigur á Gróttu, 26-22. Við óskum strákunum okkar til hamingju með titilinn.Nánar er fjallað um bikarleikinn á .Ljósmynd: HSÍ.

Selfoss úr leik í bikarnum eftir vítakeppni

Selfoss tapaði fyrir Fram í undanúrslitum Coca Cola bikarsins á föstudaginn síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Úrslitin réðust í vítakastkeppni og endaði leikurinn 31-32 fyrir Fram.Leikurinn var jafn lengst af fyrri hálfleik en undir lok hans skoruðu Selfyssingar þrjú mörk í röð og leiddu 15-12 í leikhléi.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2018

Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 15. mars klukkan 19:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Handknattleiksdeild Umf.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2018 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 22. mars klukkan 20:00. Aðalfundur Umf.

Bikarhelgin framundan

Um helgina fer fram Final 4 í Coca cola bikarnum eins og flestir vita. Selfoss mætir Fram í undanúrslitum á föstudaginn kl 19:30. Enn er eitthvað til af miðum á leikinn og er hægt að fá þá í verslun TRS á Selfossi og Bílaborg, Stórhöfða 26 í Reykjavík.Fyrir leik verður upphitun í Hótel Selfoss og hefst hún kl 16:00.

Þjálfararáðstefna Árborgar

Fimmtudaginn 8. mars nk. fer fram þjálfararáðstefna Árborgar sem ber að þessu sinni yfirskriftina Samstíga til árangurs. Ráðstefnan hefst kl.

Einar, Haukur og Árni Steinn framlengja við Selfoss

Þeir Einar Sverrisson, Haukur Þrastarson og Árni Steinn Steinþórsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss. Haukur framlengir um þrjú ár en þeir Einar og Árni Steinn um tvö ár.