16.05.2018
Frábæru keppnistímabili handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er nú lokið. Barna- og unglingastarfið hefur skilað góðum árangri og er eftir því tekið um allt land hve öflugt uppbyggingarstarf hefur verið unnið á Selfossi undanfarin ár.Meistaraflokkar bæði karla og kvenna náðu besta árangri sínum frá upphafi í Íslandsmótinu, kvennaliðið náði 6.
16.05.2018
Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir gekk á dögunum til liðs við norska fyrstu deildarliðið Førde IL. Elena, sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin tvö ár, gerði eins árs atvinnumannasamning við liðið með möguleika á framlenginu um annað ár.
Elena kemur ekki að tómum kofanum hjá Førde IL því Hilmar Guðlaugsson er nýtekinn við sem þjálfari liðsins en hann þjálfaði hjá Selfossi áður en hann flutti sig um set til Noregs.
15.05.2018
Átta Selfyssingar eru í nýtilkynntum landsliðshóp A-landsliðs karla í handbolta, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 30 manna æfingahóp í dag.
15.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar verður haldið á Hótel Selfoss núna á laugardaginn, 19.maí. Við ætlum að fagna frábæru tímabili og við hvetjum alla Selfyssinga nær og fjær sem hafa komið á leiki með liðinu í vetur til þess að mæta.
13.05.2018
Á fimmtudaginn síðastliðinn lék yngra og eldra ár 4.flokks karla til úrslita í í Íslandsmótinu gegn Val. Töpuðu bæði liðin eftir hörkuleiki og enduðu því sem silfurhafar.
10.05.2018
Selfoss tapaði með þremur mörkum fyrir FH í gær, 26-29 og er því úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Selfoss tapaði einvíginu í undanúrslitum í oddaleik 2-3 eftir svakalega rimmu.Selfoss byrjaði illa og voru FH-ingar með forystu í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 12-15.
08.05.2018
Almenn forsala fyrir oddaleik Selfoss - FH verður í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, þriðjudag, á milli kl 18-20. Einungis er um mjög takmarkað magn miða til í forsölu.
08.05.2018
Strákarnir í 3. flokki karla urðu um helgina Íslandsmeistarar í B-úrslitum eftir góðan 26-22 sigur gegn Val. Fyrr um daginn höfðu þeir unnið Þór Akureyri í undanúrslitum 31-28 eftir vítakeppni.
06.05.2018
Selfoss og FH munu mætast í oddaleik á Selfossi á miðvikudagskvöldið eftir svekkjandi tap í gær í framlengdum leik, 41-38.Leikurinn var í járnum framan af en um miðjan hálfleik hrukku Selfyssingar í gang og komust þremur mörkum yfir.
02.05.2018
Selfoss er komið yfir í einvíginu gegn FH eftir frábæran 31-29 sigur í gærkvöldi. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.