24.07.2018
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra félagsins.Þorsteinn er góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn deildarinnar og hefur setið þar síðan, þar hefur hann sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.
18.07.2018
Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.
18.07.2018
4.flokkur karla tók þátt á Partille Cup í Svíþjóð í lok júní þar sem þrjú lið frá Selfossi kepptu. Mikið fjör var á mótinu og stóðu strákarnir sig gríðarlega vel þar sem eldra og liðið féll út leik á móti sterku liði í A-úrslitum, yngri 1 duttu einnig út í A-úrslitum og yngri 2 voru aðeins einu marki frá því að komast í A-úrslit.
10.07.2018
Í dag gaf EHF út hvaða lið munu berjast um EHF bikarinn. Þar með er það formlega staðfest að Selfoss mun taka þátt í Evrópukeppni í vetur.Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á skrifstofu EHF í Vínarborg í hádeginu þriðjudaginn 17.
08.07.2018
Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.
01.07.2018
Haukur Þrastarson var með U-18 ára landsliði Íslands á Nations Cup sem haldið var Í Lubeck í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið lék þrjá leiki og unnu þeir einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli.
13.06.2018
Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.
10.06.2018
Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.
05.06.2018
Sjö Selfyssingar tóku þátt í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins, sem haldin var um helgina. Hóparnir sem valdir voru samanstóðu af piltum og stúlkum fæddum árið 2004.
05.06.2018
Um helgina sem leið komu U-18 og U-20 ára landslið saman til æfinga. Selfoss átti þar fjóra fulltrúa.Teitur Örn Einarsson var með U-20 ára landsliði karla og þeir Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson voru með U-18 ára landsliðinu.Um næstu helgi fara svo fram æfingar U-16 ára landsliðs karla.