08.07.2018
Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.
01.07.2018
Haukur Þrastarson var með U-18 ára landsliði Íslands á Nations Cup sem haldið var Í Lubeck í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið lék þrjá leiki og unnu þeir einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli.
13.06.2018
Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.
10.06.2018
Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.
05.06.2018
Sjö Selfyssingar tóku þátt í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins, sem haldin var um helgina. Hóparnir sem valdir voru samanstóðu af piltum og stúlkum fæddum árið 2004.
05.06.2018
Um helgina sem leið komu U-18 og U-20 ára landslið saman til æfinga. Selfoss átti þar fjóra fulltrúa.Teitur Örn Einarsson var með U-20 ára landsliði karla og þeir Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson voru með U-18 ára landsliðinu.Um næstu helgi fara svo fram æfingar U-16 ára landsliðs karla.
01.06.2018
Markmaðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til eins árs. Katrín er ekki ókunnug á Selfossi, en hún spilaði með meistaraflokk kvenna frá árinu 2013-2017.
31.05.2018
Lokahóf yngri flokka fór fram föstudaginn síðastliðinn í íþróttahúsi Vallaskóla. Þar var kátt á hjalla og voru m.a. grillaðar um 300 pylsur ofan í svanga handboltakrakka.
29.05.2018
Á dögunum valdi Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, 21 manna hóp sem kemur til æfinga 24.maí. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru fulltrúar Selfoss í hópnum.Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM núna um mánaðarmótin.
28.05.2018
Lokahóf HSÍ var haldið um helgina þar sem þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara fram úr á nýafstöðnu tímabili voru verðlaunaðir.