Fréttir

Þorsteinn nýr framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra félagsins.Þorsteinn er góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn deildarinnar og hefur setið þar síðan, þar hefur hann sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.

Selfoss til Litháen í fyrstu umferð

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

4.flokkur á Partille Cup

4.flokkur karla tók þátt á Partille Cup í Svíþjóð í lok júní þar sem þrjú lið frá Selfossi kepptu. Mikið fjör var á mótinu og stóðu strákarnir sig gríðarlega vel þar sem eldra og liðið féll út leik á móti sterku liði í A-úrslitum, yngri 1 duttu einnig út í A-úrslitum og yngri 2 voru aðeins einu marki frá því að komast í A-úrslit.  

Selfoss í Evrópukeppnina

Í dag gaf EHF út hvaða lið munu berjast um EHF bikarinn. Þar með er það formlega staðfest að Selfoss mun taka þátt í Evrópukeppni í vetur.Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á skrifstofu EHF í Vínarborg í hádeginu þriðjudaginn 17.

3.flokkur í Granollers Cup

Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.

Haukur með U-18 í Lubeck

Haukur Þrastarson var með U-18 ára landsliði Íslands á Nations Cup sem haldið var Í Lubeck í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið lék þrjá leiki og unnu þeir einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli.

Janus Daði tekur við handboltaskólanum

Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.

Handboltaskóli HSÍ og Arion bakna

Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.

Selfyssingar í hæfileikamótun HSÍ

Sjö Selfyssingar tóku þátt í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins, sem haldin var um helgina. Hóparnir sem valdir voru samanstóðu af piltum og stúlkum fæddum árið 2004.

12 Selfyssingar með yngri landsliðum

Um helgina sem leið komu U-18 og U-20 ára landslið saman til æfinga. Selfoss átti þar fjóra fulltrúa.Teitur Örn Einarsson var með U-20 ára landsliði karla og þeir Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson voru með U-18 ára landsliðinu.Um næstu helgi fara svo fram æfingar U-16 ára landsliðs karla.