Fréttir

3.flokkur í Granollers Cup

Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.

Haukur með U-18 í Lubeck

Haukur Þrastarson var með U-18 ára landsliði Íslands á Nations Cup sem haldið var Í Lubeck í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið lék þrjá leiki og unnu þeir einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli.

Janus Daði tekur við handboltaskólanum

Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.

Handboltaskóli HSÍ og Arion bakna

Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.

Selfyssingar í hæfileikamótun HSÍ

Sjö Selfyssingar tóku þátt í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins, sem haldin var um helgina. Hóparnir sem valdir voru samanstóðu af piltum og stúlkum fæddum árið 2004.

12 Selfyssingar með yngri landsliðum

Um helgina sem leið komu U-18 og U-20 ára landslið saman til æfinga. Selfoss átti þar fjóra fulltrúa.Teitur Örn Einarsson var með U-20 ára landsliði karla og þeir Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson voru með U-18 ára landsliðinu.Um næstu helgi fara svo fram æfingar U-16 ára landsliðs karla.

Katrín Ósk í Selfoss

Markmaðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til eins árs. Katrín er ekki ókunnug á Selfossi, en hún spilaði með meistaraflokk kvenna frá árinu 2013-2017.

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka fór fram föstudaginn síðastliðinn í íþróttahúsi Vallaskóla. Þar var kátt á hjalla og voru m.a. grillaðar um 300 pylsur ofan í svanga handboltakrakka.

Perla og Hanna með landsliðinu

Á dögunum valdi Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, 21 manna hóp sem kemur til æfinga 24.maí. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru fulltrúar Selfoss í hópnum.Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM núna um mánaðarmótin.

Elvar Örn bestur og Haukur efnilegastur í Olísdeildinni

Lokahóf HSÍ var haldið um helgina þar sem þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara fram úr á nýafstöðnu tímabili voru verðlaunaðir.