22.08.2018
Sarah Boye, örvhentur hornamaður, hefur samið við handknattleiksdeild til eins árs. Sarah er 21 árs gömul frá Danmörku og spilaði áður með liði HIH Herning Ikast Håndbold í Danaveldi.Sarah er kærkomin viðbót við liðið enda ekki margir örvhentir leikmenn kvennamegin, mun hún því koma til með að styrkja hóp meistaraflokk kvenna.
20.08.2018
Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn (MVP) á EM U18 sem fram fór í Króastíu í vikunni þar sem Ísland tók silfurverðlaun.
19.08.2018
Selfoss stendur uppi sem sigurvegari Ragnarsmóts kvenna 2018 eftir stórsigur gegn Fjölni í gær, en Selfoss vann alla sína leiki.Einstaklingsverðlaun voru veitt að venju.
17.08.2018
Selfoss mætir litháenska liðinu Klaipeda Dragunas þann 1.september n.k. hér heima í fyrstu umferð EHF cup. Forsala miða mun fara fram í Iðu, 23 ágúst n.k.
16.08.2018
Í dag hefst Ragnarsmót kvenna og stendur það til laugardags. Fjögur lið taka þátt, ásamt Selfossi eru það Afturelding, Haukar og Fjölnir.
13.08.2018
Matthías Örn Halldórsson hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Matthías er 27 ára Selfyssingur og spilaði með Selfoss í nokkur ár áður en hann fór til Fjölnis í eitt tímabil, en tók sér síðan pásu frá handboltanum vegna náms.
12.08.2018
Haukar unnu Ragnarsmót karla 2018 eftir sigur á ÍBV nú um helgina, en mótið stóð frá miðvikudegi til laugardags í síðustu viku.
03.08.2018
Ragnarsmótið í handbolta hefst í næstu viku, en leikið verður á sér karla- og kvennamóti eins og undanfarin ár. Mótið er æfingamót sem haldið er nú í 28.skipti og er þetta eitt elsta æfingamót á Íslandi.
02.08.2018
Það var kátt á hjalla í Handboltaskólanum í Kiel sem fór fram í síðustu viku, en skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár af miklum sóma.