Fréttir

Katrín Ósk í Selfoss

Markmaðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til eins árs. Katrín er ekki ókunnug á Selfossi, en hún spilaði með meistaraflokk kvenna frá árinu 2013-2017.

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka fór fram föstudaginn síðastliðinn í íþróttahúsi Vallaskóla. Þar var kátt á hjalla og voru m.a. grillaðar um 300 pylsur ofan í svanga handboltakrakka.

Perla og Hanna með landsliðinu

Á dögunum valdi Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, 21 manna hóp sem kemur til æfinga 24.maí. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru fulltrúar Selfoss í hópnum.Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM núna um mánaðarmótin.

Elvar Örn bestur og Haukur efnilegastur í Olísdeildinni

Lokahóf HSÍ var haldið um helgina þar sem þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara fram úr á nýafstöðnu tímabili voru verðlaunaðir.

Fyrsti vinningur vorhappdrættis genginn út

Fyrsti vinningur vorhappdrættis handknattleiksdeildar Selfoss gekk út á dögunum en hjónin Ragnheiður Högnadóttir og Hjalti Sigurðsson höfðu heppnina með sér og unnu hundrað þúsund króna úttekt í verslun Vogue fyrir heimilið.Enn er nokkur fjöldi vinninga ósóttur en hægt er að vitja vinninga á skrifstofutíma í Tíbrá, félagsheimili Umf.

Richard Sæþór framlengir við Selfoss

Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Richard er rétthentur hornamaður og uppalinn Selfyssingur.

Lokahóf akademíunnar fór fram um helgina

Á föstudaginn s.l. fór fram sameiginlegt lokahóf hjá handknattleiksakademíu FSu, 3.flokki karla og kvenna. Lokahófið var haldið í Tíbrá og var það á sumarlegum nótum, þar sem grillað var ofan í mannskapinn lambakjöt.Níu einstaklingar útskrifuðust úr handknattleiksakademíunni en það voru þau: Anna Kristín Ægisdóttir, Dagbjört Rut Kjaran Friðfinssdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Grímur Bjarndal Einarsson, Gunnar Birgir Guðmundsson, Hannes Höskuldsson, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Trausti Elvar Magnússon og Páll Dagur Bergsson.  Verðlaunaafhendingar fór fram fyrir hvorn flokk fyrir sig.

Frábæru tímabili fagnað á lokahófi handknattleiksdeildar

Það var margt um dýrðir á vel heppnuðu lokahófi handknattleiksdeildar Selfoss í gær, sem haldið var á Hótel Selfoss, þar sem frábæru tímabili var fagnað.

Fimm Selfyssingar með yngri landsliðum

Um síðustu helgi voru öll yngri landslið kvenna við æfingar. Eins og svo oft áður voru fjöldi Selfyssinga valdir í landsliðið. Ída Bjarklind Magnúsdóttir var valin í U-20 ára landsliðshópinn. Þær Agnes Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir voru valdar í U-18 ára landsliðshópinn.Landsliðshópanna má sjá  Mynd: Sigríður Lilja Sigurðardóttir er ein þeirra sem var við æfingar með U-18 ára landsliðinu síðustu helgi.

Framkvæmdir í IÐU

Framkvæmdir eru nú hafnar í íþróttahúsinu IÐU við að skipta um gólefni í salnum, en handboltinn mun flytja sig yfir götuna fyrir næsta keppnistímabil.Handknattleiksdeildin sér um að rífa gamla parketið af og síðan verður lagt nýtt parket á gólfið ásamt því að ný og stærri stúka mun verða sett upp.