Fréttir

Jafnt í einvíginu eftir tap í Kaplakrika

Selfyssingar töpuðu gegn FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15.

Sebastian kominn í heiðurshöll Selfoss handbolta

Sebastian Alexandersson varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira.   Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015.

Dregið í vorhappdrætti handknattleiksdeildar

Búið er að draga út í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2018. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 69 vinninga að heildarverðmæti 1.071.590 kr að viðurvist fulltrúa sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer 1.

Sigur í troðfullu húsi

Selfyssingar sigruðu FH með tveimur mörkum, 36-34 eftir framlengingu í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn var í járnum framan af en FH-ingar sigu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17, FH náði síðan fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks.

Markmiðið er að bæta styrk, snerpu og úthald

Það er í nógu að snúast hjá Rúnari Hjálmarssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna, en hann sér einnig um styrktarþjálfun beggja meistaraflokka ásamt því að sjá um styrktarþjálfun handknattleiksakademíunnar. Selfoss.net ræddi við Rúnar um starf hans innan handknattleiksdeildarinnar.Hversu lengi hefur þú séð um styrktarþjálfun í handboltanum? Þetta er þriðja árið hjá mér sem styrktarþjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss.

Selfoss í undanúrslit í fyrsta skipti í 24 ár

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta skipti í 24 ár eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í gær, 28-30.

Perla og Hanna framlengja við Selfoss

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára.

Öruggur sigur í fyrsta leik

Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10.

Vorhappadrætti handknattleiksdeildar

Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúmlega ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.