Fréttir

Markmiðið er að bæta styrk, snerpu og úthald

Það er í nógu að snúast hjá Rúnari Hjálmarssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna, en hann sér einnig um styrktarþjálfun beggja meistaraflokka ásamt því að sjá um styrktarþjálfun handknattleiksakademíunnar. Selfoss.net ræddi við Rúnar um starf hans innan handknattleiksdeildarinnar.Hversu lengi hefur þú séð um styrktarþjálfun í handboltanum? Þetta er þriðja árið hjá mér sem styrktarþjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss.

Selfoss í undanúrslit í fyrsta skipti í 24 ár

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta skipti í 24 ár eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í gær, 28-30.

Perla og Hanna framlengja við Selfoss

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára.

Öruggur sigur í fyrsta leik

Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10.

Vorhappadrætti handknattleiksdeildar

Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúmlega ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.

Landsbankinn styrkir handboltann með stolti

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um rúmlega eitt ár. Markmið samningsins er að efla íþrótta- og forvarnarstarf handknattleiksdeildar Selfoss. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar um árabil og er deildin gríðarlega ánægð með að samninginn og vonar að samstarfið verði farsælt líkt og síðustu ár.   Mynd: Einar Sindri Ólafsson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson frá handknattleiksdeild Selfoss og Gunnlaugur Sveinsson og Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi.

Silfur hjá U-16 á Vrilittos Cup

U-16 ára landslið Íslands lenti í öðru sæti á Vrilittos Cup í Aþenu um helgina eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Króötum. Þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson eru allir í lykilhlutverkum í liðinu og stóðu sig gríðarlega vel, Reynir Freyr skoraði 11 mörk, Ísak 9 og Tryggvi 6 mörk.Einnig er Örn Þrastarson aðstoðarþjálfari liðsins og Mílan-drengurinn Ketill Heiðar Hauksson sjúkraþjálfari liðsins. Við óskum strákunum að sjálfsögðu til hamingju með silfrið Úrslit leikjanna Ísland 26 - 28 Bosnía & Hersegóvína Ísland 28 - 21 Rúmenía Ísland 26 - 25 Króatía Undanúrslit: Ísland 25 - 24 Ísrael Úrslit: Ísland 20 - 21 Króatía.

Fyrst og fremst ætlum við að verða betri í handbolta

Meistaraflokkur kvenna lauk keppni í Olísdeild kvenna um miðjan marsmánuð. Þær höfnuðu í 6.sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra sigurleiki, eitt jafntefli og 16 tapleiki.

Perla með landsliðinu gegn Slóveníu

Íslenska A-landsliðið mætti Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Frakklandi í lok árs. Perla Ruth Albertsdóttir er í landsliðshópnum.Fyrri leikurinn fór fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 21.mars.