Fréttir

Við ofurefli að etja gegn Fram

Stelpurnar mættu ógnarsterku Framliði í gær og urðu að sætta sig við stærsta tap vetrarins 33-14, en þetta var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir áramót.

Vinningshafar í happdrætti Mjaltavélarinnar

Tveir vinningar voru dregnir úr seldum aðgöngumiðum í hálfleik í kvöld á leik Selfoss og ÍBV.Dóra Kristín vann veglega ostakörfu en það var Kolbrún Jara sem tók við aðal vinningi kvöldsins, þriggja rétta máltíð fyrir tvö á Riverside í Hótel Selfoss.       

Slæmt tap mfl.karla gegn ÍBV

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í kvöld. Von var á mikilli hörku og baráttu í leiknum eins og raunin varð. Selfoss byrjaði leikinn gífurlega illa og eftir fyrstu 3 mínúturnar var ÍBV komið með forystuna 0-4.

Atli Kristinsson með slitið krossband og verður ekki meira með

Heimasíðan fékk þær slæmu fréttir að Atli Kristinsson sleit krossbandið og verður núna frá í allt að ár. Augljóst er að þetta er gífurlega mikil blóðtaka fyrir Selfoss liðið, en Atli hefur verið mikilvægur bæði sóknarlega og varnarlega og einnig mikill leiðtogi í liðinu.

Grátlegt tap hjá 3. flokki

Selfoss mætti Haukum á útivelli í 3. flokki í gær. Leikurinn var æsispennandi, sérstaklega í síðari hálfleik, og fór svo að lokum að heimamenn höfðu 1 marks sigur 28-27.

Bikarmót í hópfimleikum á Selfossi á laugardaginn

Bikarmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi laugardaginn 17. nóvember. Keppni fer fram í meistarflokki kvenna og karla, 1.

Upphitun fyrir Selfoss - ÍBV

Á föstudaginn 16. nóvember klukkan 19:30 þá fer fram baráttan um Suðurlandið. Þegar við tökum á móti ÍBV í íþróttahúsinu við Vallaskóla.

Mfl. Karla áfram í 16-liða úrslit í bikarnum

Selfyssingar sóttu Aftureldingu2 heim í 32-liða úrslitunum í bikarnum.  Afturelding2 byrjaði leikinn ágætlega og náði forystunni í 3-2 eftir 5 mínútur.

2. flokkur með tap gegn Aftureldingu

Á laugardaginn fékk 2. flokkur Selfoss lið Aftureldingar í heimsókn. Fyrri hálfeikurinn var ágætlega spilaður af hálfu heimamanna og fór Afturelding þó inn í búningsklefana með 3 marka forystu 16-19.

98 með góðan sigur á ÍR

98-liðið í 4.  flokki karla mætti ÍR í gær á útivelli. Selfoss vann þar nokkuð sannfærandi sigur 16-23 eftir að hafa leitt allan leikinn.