Fréttir

Fimleikasýning í Baulu

Mánudaginn 14. október kemur danskur fimleikahópur í heimsókn og heldur sýningu á Selfossi. Hópurinn samanstendur af krökkum á aldrinum 8-16 ára.

Leikmenn Selfoss til reynslu erlendis

Miðjumaðurinn Svavar Berg Jóhannsson og bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson dvelja í vikutíma hjá enska félaginu Brentford á reynslu í næstu viku.

Ólympíufarar heiðraðir

Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar.Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf.

Guðmunda Brynja efnilegust á Íslandi

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði og markahæsti leikmaður Selfoss í knattspyrnu í sumar var valin efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar á lokahóf KSÍ í seinustu viku.Í frétt kemur fram að Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk.

Sigur hjá Selfoss í spennuleik

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan sigur á Aftureldingu í Olís deildinni í gærkvöldi. Leikurinn var í meira lagi sveiflukenndur og réðust úrslit ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Þuríður Guðjónsdóttir skoraði sigurmark Selfyssinga.Að loknum fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að Selfyssingar myndu fá eitthvað út úr leiknum.

Handboltabúðir Arons Kristjánssonar á Selfossi

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun, ásamt Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, halda handboltanámskeið fyrir krakka fædda 1998-2005 dagana 18.

Fjörugur leikur Sunnlendinga

Selfoss tók á móti ÍBV í bráðfjörugum leik í Olísdeildinni á laugardag.  Það var mikið skorað í fyrri hálfleik og að honum loknum leiddu heimastúlkur 17-16.Selfyssingar náðu góðum kafli í upphafi seinni hálfleiks og komust þremur mörkum yfir.

Fjöldi verkefna hjá landsliðsmönnum Selfoss

Þrátt fyrir að tímabili knattspyrnumanna sé lokið er nóg um að vera hjá landsliðsmönnum okkar.Karítas Tómasdóttir var með U19 liðinu í undankeppni EM en leikið var í Búlgaríu.

Forvarnardagur Forseta Íslands

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands,  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.

Allt í járnum gegn Gróttu

Selfoss lék sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn Gróttu í kvöld 4. október. Það mátti búast við hörkuleik, enda viðureignir liðanna í fyrra mjög jafnar og svo varð raunin.Leikurinn byrjaði af miklum krafti og náði hvorugt liðið að ná afgerandi forystu fyrstu 10 mínútur leiksins.