Fréttir

Stemming á sundnámskeiði

Það hefur svo sannarlega verið stemming á sundnámskeið í Sundhöllinni undanfarna daga. Þar hafa hátt í 50 krakkar verið að þjálfa sundtökin undir styrkri stjórn Guggu.

Sextán grunnskólamet slegin

188 keppendur úr 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) tóku þátt í 15. Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi þann 6.júní.

Guðmunda Brynja í landsliðshópnum

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir er í tuttugu manna landsliðshóp Íslands sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.

Þórir Hergeirsson kom í Handboltaskóla Selfoss (myndir)

38 krakkar eru skráðir á námskeiðið í fyrstu vikunni í handboltaskólanum. Handboltaskólinn fer mjög vel af stað og skemmta krakkarnir sér mikið.

Á annað hundrað krakkar á námskeiðum hjá Ungmennafélaginu

Það eru vel á annað hundrað krakkar sem skemmta sér konunglega á sumarnámskeiðum Umf. Selfoss þessa dagana. Eins og myndirnar gefa til kynna var nóg um að vera í dag.

Líf og fjör á Selfossvelli

Það var líf og fjör á Selfossvelli þegar sumarnámskeiðin hjá Ungmennafélaginu hófust. Eins og myndirnar bera með sér voru það bæði einbeittir og kátir krakkar sem léku sér í blíðunni.

Dagskrá fyrir íþrótta- og útivistarklúbbinn

Íþrótta- og útivistarklúbburinn verður staðsettur í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, fyrstu vikuna í sumar. Eftir það verður hann í Vallaskóla.Dagskrá fyrir íþrótta- og útivistarklúbbinn liggur fyrir og má nálgast hana með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Annar afhendingardagur

Unglingaráð knattspyrnudeildar verður með annan afhendingardag á Errea fatnaðinum í Tíbrá mánudaginn 10. júní milli klukkan 17 og 19.

Markasúpa á Ísafirði

Selfoss heimsótti BÍ/Bolungarvík á Ísafjörð s.l. laugardag og var boðið upp á sjóðheita markasúpu í köldu veðri og vindasömu.

Fatnaður til afhendingar

Það er komið að því að afhenda Errea fatnaðinn sem var pantaður í byrjun apríl. Unglingaráð knattspyrnudeildar verður í Tíbrá miðvikudaginn 5.