Fréttir

Sverrir og Daníel í æfingahóp U-20

Sverrir Pálsson og Daníel Árni Róbertsson leikmenn Selfoss voru á dögunum valdir í æfingahóp Gunnars Magnússonar og Reynis Þórs Reynissonar fyrir U-20 ára landslið karla sem mun æfa dagana 21.-22.desember.

Lokahóf haustleiks Selfoss getrauna

Selfoss getraunir bjóða tippurum og fjölskyldum þeirra í jólamat í Tíbrá laugardaginn 14. desember. Við sama tækifæri verða veitt verðlaun fyrir haustleik getraunanna. Maturinn hefst kl.

Sveit Selfoss í öðru sæti

Héraðsmót HSK í sveitakeppni í skák var haldið í Fischer-setrinu á Selfossi 27. nóvember sl. Tefldar voru atskákir og skipuðu fjórir einstaklingar hverja sveit, óháð aldri eða kyni.Fimm sveitir mætti til leiks og lið Umf.

Selfoss komið í 8 liða úrslit

Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca cola bikarnum eftir stórsigur á Gróttu í kvöld. Fyrstu korterið var leikurinn jafn og komst Grótta t.d.

Jólamót í frjálsum íþróttum

Hið árlega Jólamót 9 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram í Iðu mánudaginn 9. desember. Foreldrar aðstoðuðu við mælingar og önnur störf og gekk mótið hratt og vel fyrir sig.

Jólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi

Laugardaginn 14. desember næstkomandi munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum.Dagskráin hefst kl.15:30 en þá syngur m.a.

Jólasýningin á laugardag

Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss, sem að þessu sinni fjallar um Mjallhvíti og dvergana sjö, verður laugardaginn 14. desember í íþróttahúsi Vallaskóla.

Þorsteinn undir smásjá Brentford

Greint var frá því á vef að forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Brentford hafi beðið um að fá Selfyssinginn Þorstein Daníel Þorsteinsson aftur til reynslu til félagsins.Þorsteinn fór til Brentford ásamt Svavari Berg Jóhannssyni í október síðastliðnum og í kjölfarið barst beiðni frá félaginu um að skoða Þorstein betur.

Selfoss hefur leik á heimavelli

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í lok nóvember var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og 1.

Fjöldi iðkenda í beltaprófi

Laugardaginn 7. desember fór fram beltapróf hjá Taekwondodeild Umf. Selfoss í Iðu. Alls þreyttu 49 iðkendur prófið en þeir komu frá Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu og Hvolsvelli.