Fréttir

Guðjónsmótið 2013 verður laugardaginn 2. febrúar

Laugardaginn 2. febrúar mun knattspyrnudeild Selfoss standa fyrir Guðjónsdeginum 4. árið í röð, en Guðjónsdagurinn er haldinn til minningar um frábæran félaga og vin, Guðjón Ægi Sigurjónsson. Guðjónsmótið hefst kl. 9:30 um morguninn í Íþróttahúsinu Iðu og Íþróttahúsi Vallaskóla.

Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 19. janúar 2013. Námskeiðið, sem er fyrir börn fædd 2008-2010, er 10 skipti og kostar 10.000 krónur.

Nýr hópleikur hjá Selfoss getraunum

Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 19. janúar næstkomandi. Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá (Engjavegi 50), þar sem við erum með opið hús kl.

13 marka sigur hjá 97 liðinu

1997 liðið lék á laugardag gegn HK á heimavelli. Eftir nokkuð góðan leik unnu Selfoss strákarnir sannfærandi sigur, 39-26. Selfoss var yfir allt frá byrjun.

98 strákarnir voru magnaðir gegn Gróttu

1998 liðið í 4. flokki karla fór á kostum á laugardag er þeir mættu Gróttu. Spiluðu strákarnir þar einn sinn allra besta leik í vetur og uppskáru flottan 31-26 sigur.Liðið var gífurlega tilbúið frá byrjun og komst í 4-0.

Selfoss 2 tapaði

Selfoss 2 í 3. flokki lék gegn ÍR í Austurbergi í gær. Eftir góða byrjun og að liðið hafði verið yfir í hálfleik hrundi leikur Selfyssinga í síðari hálfleik.

3. flokkur vann Val

Strákarnir í 3. flokki mættu Val síðastliðinn miðvikudag. Selfyssingar léku vel í leiknum og uppskáru 34-21 sigur.Strákarnir voru alltaf skrefinu á undan en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem liðið náði að slíta sig frá Val.

Mikill uppgangur í kvennahandboltanum á Selfossi

Mikil gróska hefur verið í handboltanum á Selfossi undanfarin misseri. Það má glöggt sjá á þeim fjölda einstaklinga sem valin hafa verið til þátttöku í ýmsum verkefnum yngri landsliða Íslands í handbolta.

Heimaleikir í 4. flokki

Á laugardag fara fram tveir handboltaleikir á Selfossi þegar bæði liðin í 4. flokki karla leika. Yngra árið ríður á vaðið kl. 13:30 og spilar gegn Gróttu.

Mfl. spilar 5 æfingaleiki í janúar

í janúar verður landsliðsleikjahlé vegna HM í handbolta. Þess vegna byrjar 1.deildin ekki aftur fyrr en 1. febrúar þegar Selfoss heimsækir Fjölni í Grafarvoginn.