Fréttir

Mikilvægur sigur í toppbáráttunni

Meistaraflokkur karla hélt áfram sigurgöngu sinni og sigraði lið KR á föstudaginn og situr því áfram sem fastast í þriðja sæti deildarinnar.  Þegar flautað var til leikhlés leiddi Selfoss með einu marki, 14-15, eftir að hafa verið undir hluta af fyrri hálfleiknum.

Glæsilegt vinamót

Það voru nærri 50 keppendur sem tóku þátt í vinamóti á vegum Taekwondodeildarinnar í Iðu á sunnudaginn 9. mars. Árangurinn á mótinu var afskaplega góður og greinilegt að krakkarnir taka stöðugum framförum.Hér fyrir neðan má skoða öll úrslit mótsins.---Flottir krakkar að berjast.Myndir: Umf.

Hildur Öder skrifar undir nýjan samning við Selfoss

Hildur Öder Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Hildur hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Hildi áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá fimmtudaginn 20. mars og hefst kl. 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.

Áslaug Ýr framlengir við Selfoss

Markvörðurinn Áslaug Ýr Bragadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Áslaug hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Áslaugu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.

Fimm stelpur í U-18

Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-18 ára landslið kvenna og eiga Selfyssingar 5 fulltrúa í hópnum, en þær eru Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.

Aðalfundur Mótokrossdeildar

Aðalfundur Mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldin í aðstöðuhúsi deildarinnar við Hrísmýri miðvikudaginn 19. mars klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirMótokrossdeild Umf.

Vormót seniora

Vormót JSÍ fór fram á laugardag í húsakynnum JR og voru keppendur tæplega þrjátíu frá átta félögum en Júdódeild Selfoss átti þrjá keppendur á mótinu.Það er skemmst frá því að segja að Þór Davíðsson sigraði örugglega í -100 kg flokki, Egill Blöndal hafnaði í þriðja sæti í -90 kg flokki en hann tapaði fyrir sigurvegara mótsins í undanúrslitum.

Aðalfundur Júdódeildar

Aðalfundur Júdódeildar Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá þriðjudaginn 18. mars og hefst kl. 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirJúdódeild Umf.

Bikarmót í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fer fram í Iðu laugardaginn 15. mars. Keppt verður í tveimur hlutum. Í fyrri hluta keppa lið í 1. flokki sem eru 14-17 ára og í seinni hluta keppa meistaraflokkar sem eru 16 ára og eldri.