Fréttir

Världsungdomsspelen 2014

Stór hópur frjálsíþróttafólks frá Selfossi og Þorlákshöfn héldu til Svíþjóðar í vikunni til að taka þátt í Världsungdomsspelen (Gautaborgarleikunum) sem fer fram í Gautaborg. Mótið er eitt af stærstu mótunum sem haldin eru í frjálsíþróttaheiminum og koma keppendur frá mörgum löndum til að taka þátt.

Selfoss leikur á laugardag í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins

Um helgina fara fram fjórðungsúrslit í . Selfoss tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum kl. 14:30 á laugardag.Á föstudag mætast Þróttur og Stjarnan á Valbjarnarvelli annars vegar og hins vegar Fylkir og KR á Fylkisvellinum. Á laugardeginum leika Valur og Breiðablik á Vodafone-vellinum.Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Mótokrossæfingar í fullum gangi

Æfingar hjá Mótokrossdeildinni eru hafnar af fullum krafti og eru fjölmargir krakkar á bilinu 6-16 ára sem æfa hjá deildinni á þriðjudags og fimmtudagskvöldum klukkan 19:00 í mótokrossbrautinni við Hrísmýri.

Norðurálsmótið á Akranesi

Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmóti ÍA á Akranesi um seinustu helgi. Selfoss átti fjögur lið á mótinu og stóðu þau öll fyrir sínu.

Forskráning í fimleika og parkour 2014-2015

Forskráning á æfingar hjá Fimleikadeild Umf. Selfoss fyrir haustið er hafin. Forskráningin stendur til 10. ágúst og aðeins þeir sem skrá sig fyrir þann tíma eiga tryggt pláss.

Of mörg mistök gegn Íslandsmeisturunum

Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 3-5 sigur Stjörnunnar í bráðfjörugum leik.Stelpurnar byrjuðu af krafti og Dagný Brynjarsdóttir kom Selfoss yfir strax í upphafi leiks.

3 Goggamet og 35 verðlaun á Gogga Galvaska

Tólf krakkar frá Selfossi fóru og kepptu á Gogga galvaska í Mosfellsbænum um síðustu helgi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu samtals til 35 verðlauna, 14 gull-, 14 silfur- og 7 bronsverðlauna.Okkar krakkar gerðu sér líka lítið fyrir og settu 3 Goggamet á mótinu. Kolbeinn Loftsson, 12 ára, bætti 22 ára gamalt met í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1,55 m og var hársbreidd frá því að jafna Íslandsmetið í sínum flokki þegar hann felldi 1,60 m naumlega. Hjalti Snær Helgason, 11 ára, bætti metið í spjótkasti með glæsilegt kast upp á 28,43 m og Pétur Már Sigurðsson, 14 ára, setti nýtt met í kringlukasti (1 kg) með kasti upp á 39,54 m.Þau sem unnu til verðlauna voru eftirfarandi:Eva María Baldursdóttir, 11 ára: 1.

Markaþurrð Selfyssinga

Selfyssingar urðu að sætta sig við tap á heimavelli gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild á laugardag.Eftir að Selfyssingar höfðu ráðið ferðinni í fyrri hálfleik voru það Djúpmenn sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.

3. flokkur á Granollers cup í Barcelona

Þessi glæsilegi hópur 3. flokks karla sem varð bikar- og deildarmeistarar í vetur er nú kominn til Barcelona á Spáni þar sem þeir taka þátt í Granollers cup dagana 23.-30.

Átta Selfyssingar í svartbeltisprófi

Sjö nýjir svartbeltingar bættust í hópinn hjá Taekwondodeild Umf. Selfoss í dag auk þess sem einn bætti við sig gráðu.Daníel Jens Pétursson tók próf fyrir 3.