Fréttir

Útskrift úr handknattleiksakademíu og lokahóf 3. flokks kvenna og karla

Útskrift handknattleiksakademíu ásamt lokahófi 3. flokks karla og kvenna fór fram í Tíbrá þann 5. maí sl. Að vanda var lokahófið vel heppnað og eftir hefðbundna dagskrá buðu Soffía og Olga upp á glæsilegan kvöldverð og kökur en þær hafa séð um mötuneyti akademíunnar undanfarin ár.

Taekwondodeild Selfoss með sjö keppendur á NM

Taekwondodeild Umf. Selfoss á sjö keppendur á Norðurlandamótinu sem haldið er í Keflavík laugardaginn 17. maí.Í bardaga keppa Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Sigurjón Bergur Eiríksson.Í poomsae (formi) keppa Hekla Þöll Stefánsdóttir, Ísak Máni Stefánsson og Ólöf Ólafsdóttir.Stjórn taekwondodeildar Umf.

Landsliðsverkefni

Selfoss á fjóra fulltrúa í lokahóp U-18 ára landsliði kvenna sem mun taka þátt í European Open sem fram fer í Gautaborg 30. júní til 5.

Fótboltavika í Intersport

Í stað mátunardags sem haldinn hefur verið reglulega í Tíbrá mun Intersport á Selfossi vera með fótboltaviku, dagana 20.-24. maí, þar sem Errea vörurnar verða seldar á góðum afslætti.

Selfoss áfram í bikarnum

Selfyssingar eru komnir áfram í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á KH 3-1 á útivelli á þriðjudag. Elton Barros skoraði tvö mörk og Magnús Ingi Einarsson bætti því þriðja við undir lok leiksins.Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Selfoss dróst á útvelli gegn Pepsi deildarliði Stjörnunnar og mætast liðin miðvikudaginn 28.

Þrír Selfyssingar syntu í Keflavík

Um seinustu helgi tóku þrír Selfyssingar þátt í Landsbankamóti ÍRB í Keflavík. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og bættu tíma sína í flestum greinum.

Tap í fyrsta leik

Selfoss tapaði fyrsta leik sínum Pepsi deildinni gegn ÍBV í gær. Leikurinn fór 1-2 þar sem Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði mark Selfyssinga úr vítaspyrnu.Ítarlega er fjallað um leikinn á vef .Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl.

Stelpurnar hefja leik

Keppni í Pepsideild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld en kl. 18 taka Selfyssingar á móti ÍBV á gervigrasvellinum á Selfossi.Fjallað er ítarlega um stelpurnar okkar á vef í dag.

Sumarnámskeið í Árborg

er komið á netið en í því er að finna flest allt sem í boði er fyrir börn og ungmenni sumarið 2014 í Sveitarfélaginu Árborg.Þar er meðal annars að finna upplýsingar um fjölbreytt námskeið og æfingar á vegum Umf.

Íslandsmót yngri aldursflokka

Íslandsmót aldursflokka yngri en 21 árs var haldið laugardaginn 3. maí og átti Selfoss 12 keppendur á mótinu. Heildarfjöldi keppenda var 121 frá níu félögum.