Fréttir

Íslandsmót í júdó

Íslandsmót fullorðinna í júdó verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Laugardalshöllinni og hefst kl.10.Fimm Selfyssingar keppa á mótinu en það eru Egill Blöndal, Grímur Ívarsson, Trostan Gunnarsson, Þór Davíðsson og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

Norðurlandamót í hópfimleikum

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ á laugardag. Mótið er þrískipt en keppt er blönduðum flokki, kvennaflokki og drengjaflokki.

Eftirminnilegt Landsbankamót

Um seinustu helgi fór Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi þar sem tæplega 900 keppendur mættu til leiks. Handknattleiksdeildin hélt mótið og gerði það með glæsibrag.Mikil ánægja var meðal keppenda, þjálfara og foreldra sem tóku þátt.

Rætt um framtíð landsmóta

Félagar í Umf. Selfoss tóku þátt í góðum og gagnlegum umræðum um landsmótshald UMFÍ á stefnumótunarfundi í Selinu þann 23. mars sl.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Minnt er á að aðalfundur Ungmennafélags Selfoss fer fram í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl og hefst klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Umhverfissjóður UMFÍ

UMFÍ hefur auglýst eftir umsóknum úr Umhverfissjóði UMFÍ – Minningarsjóði Pálma Gíslasonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.

Dagný með sigurmark Íslands

Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í gær í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Æfingaleikur við FH

Á morgun, sunnudag, kl. 11 leikur Selfoss æfingaleik við FH á Selfossvelli. Í leiknum spila þrír leikmenn sem eru til reynslu hjá Selfoss og verður gaman að sjá hvernig þeir passa í liðið með þeim ungu og efnilegu strákum sem eru að vaxa úr grasi á Selfossi.

Landsbankamótið í 7. flokki

Um helgina fer Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi. Þetta er fjórða árið í röð sem handknattleiksdeildin heldur mótið og hefur það tekist með glæsibrag hingað til.Öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag en leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í Iðu íþróttahúsi FSu. Leikið er eftir minniboltareglum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu í hvoru liði.

Grýlupottahlaupið hefst eftir páska

Grýlupottahlaup Selfoss 2014 hefst fyrsta laugardag sumars sem er laugardagurinn 26. apríl nk. og er þetta í 45. skipti sem hlaupið er haldið.Eins og undanfarin ár fer skráning fram í Tíbrá, félagsheimili Umf.