26.03.2014
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Hanna hefur verið einn af burðarásum hins unga og efnilega liðs Selfoss í meistaraflokki kvenna.
26.03.2014
Um seinustu helgi tryggðu strákarnir í 3. flokki sér deildarmeistaratitilinn í handknattleik þegar þeir lögðu Fram að velli með eins marks mun í æsispennandi leik í Vallaskóla.
26.03.2014
Fyrir réttu ári síðan slitnaði krossband í hægra hné Daníels Jens Péturssonar við keppni á Íslandsmóti í taekwondo. Strax eftir slysið tók Sigríður Eva sjúkraþjálfari málið í sínar hendur, útvegaði Daníel spelku og sagði honum að fara strax á fætur og nota fótinn.
26.03.2014
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
25.03.2014
Guðmunda Brynja Óladóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í landsliðshópi Íslands sem mætir Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl í undankeppni HM.Stelpurnar okkar voru einnig með íslenska liðinu sem endaði í 3.
25.03.2014
Á Bikarmóti Fimleikasambandsins sem haldið var á Selfossi 15. mars vann blandað lið Selfoss sér þátttökurétt á Norðurlandamóti juniora en liðið keppir í unglingaflokki.Mótið verður haldið á Íslandi 12 .apríl í Ásgarði í Garðabæ.
24.03.2014
Aðalfundur Sunddeildar Umf. Selfoss var haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 12. mars. Rekstur deildarinnar gekk vel síðastliðið ár og er fjölgun iðkenda í yngsta aldurshópnum.
24.03.2014
Sunnudaginn 23. mars var haldið Íslandsmeistaramót TKÍ í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.Taekwondodeild Selfoss telfdi fram 18 keppendum, 12 ára og eldri, sem stóðu sig hreint frábærlega í öllum flokkum.Þar ber fyrst að nefna yfirþjálfara deildarinnar, Daníel Jens Pétursson, sem átti frábæra endurkomu eftir krossbandaslit fyrir ári síðan.
22.03.2014
Stelpurnar í mfl. kvenna hafa lokið þátttöku sinni í Olísdeildinni eftir leikinn í dag á móti Fylki. Leikurinn var erfiður og Selfoss alltaf skrefi á eftir Fylki.
21.03.2014
Selfoss átti flottan leik á móti Stjörnunni í kvöld. Stjarnan leiddi í upphafi leiks en Selfyssingar tóku fljótt við sér með og jöfnuðu leikinn. Góð barátta var hjá báðum liðum. Sebastian byrjaði í markinu og var búinn að loka því vel þegar hann meiddist illa og kom ekki meira við sögu. Sverrir Andrésson tók hans stöðu og varði vel fyrir aftan góða vörn Selfoss. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Selfoss mest fjögurra marka forystu en leiddi 15-13 þegar blásið var til leikhlés. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði mest átta marka forystu í stöðunni 28-20. Munaði þar mestu um frábæran varnarleik, góða markvörslu og agaðan sóknarleik liðsins.