22.11.2016
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki karla unnu alla sína leiki í 2. deild annarrar umferðar Íslandsmótsins í handbolta um síðastliðna helgi.Þessir strákar hafa sýnt miklar framfarir í vetur og í næstu umferð keppa þeir meðal þeirra fimm bestu á landinu.---Ljósmynd frá foreldrum Umf.
22.11.2016
Selfyssingurinn Katla Magnúsdóttir er í sem Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið til æfinga helgina 25. - 27. nóvember.
22.11.2016
Gestir okkar á „Matnum hennar Möggu" föstudaginn 25. nóvember kl. 12:00 verða félagar okkar í jólasveinanefnd Umf. Selfoss. Þessir miklu gleðysveynar hafa frá mörgu að segja frá fjörtíu ára samstarfi sínu og Umf.
22.11.2016
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í. Sjóðurinn mun styrkja ungt íþróttafólk á aldrinum 15-20 ára á braut sinni í átt að hámarksárangri.
21.11.2016
Hjónin Guðmundur Tyrfingsson og Sigríður Benediktsdóttir voru sæmd silfurmerki Umf. Selfoss fimmtudaginn 10, nóvember sl. Í tilefni af 80 ára afmæli félagsins fyrr á þessu ári ákvað stjórn félagsins að heiðra hjónin fyrir áralangan stuðning og tryggði við félagið.Þau eiga og reka Guðmund Tyrfingsson ehf.
21.11.2016
Selfoss sendi þrjú lið til keppni á seinni hluta haustmóts Fimleikasambandsins sem var haldið á Akranesi um síðustu helgi.Í 2. flokki blandaðra liða vann lið Selfoss öruggan sigur. Lið Selfoss 1 í 2.
21.11.2016
Selfyssingar sóttu Valskonur heim í Olís-deildinni á laugardag.Stelpurnar okkar veittu Valskonum hörkukeppni lengst af í fyrri hálfleik og ekki munaði nema einu marki í hálfleik, 12-11.
21.11.2016
Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll laugardaginn 19. nóvember sl. Iðkendur meistarahóps Selfoss voru 23 sem kepptu í fjöldanum öllum af greinum en sjö greinar voru í boði fyrir alla 14 ára og eldri.Allir keppendur meistarahópsins stóðu sig með prýði.
18.11.2016
Vefmiðillinn greindi frá því í gær að Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var valinn besti sóknarmaður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með sænsku meisturunum í Malmö áður en hann gekk til liðs við Maccabi Tel Aviv í Ísrael í ágúst.
Lengi vel var Viðar markahæstur í deildinni en í lokaumferðinni skoraði John Owoeri, framherj Hacken, fernu og tryggði sér gullskóinn.
---
Viðar Örn í búningi Malmö.
18.11.2016
Selfyssingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í Olís-deildinni í gær. Strákarnir okkur fóru í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar sýndu þeim hvar Davíð keypti ölið, lokatölur 40-30 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 22-14.Nánar er fjallað um leikinn á vef .
Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Einar Sverrisson og Sverrir Pálsson skoruðu 5, Guðjón Ágústsson 4, Hergeir Grímsson 3 og þeir Magnús Öder Einarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan, Teitur Örn Einarsson og markvörðurinn Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark.
Einar varði 7 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 6.
Að loknum leik er Selfoss í 5.