Fréttir

Ungmennafélag Selfoss ber aldurinn vel og hefur aldrei verið öflugra

Ungmennafélag Selfoss er eitt af elstu starfandi félögum á Selfossi sem hefur með framgöngu sinni og dugnaði haft mikil og góð áhrif á íþrótta-, félags- og menningarlegt starf í samfélaginu.

Sex Selfyssingar í unglingalandsliðunum

Landsliðshópar unglinga í hópfimleikum fyrir Evrópumótið 2016 hafa verið valdir. Sex Selfossstelpur eru í hópunum sem munu æfa á fullu í allt sumar.

Seinasta Grýlupottahlaup ársins

Góð þátttaka var í næstsíðasta Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli laugardaginn 21. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náði Lára Björk Pétursdóttir, 3:14 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:58 mín.Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef .Sjötta og seinasta hlaup ársins fer fram nk.

Ingibjörg Erla og Kristín Björg kepptu á EM

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Kristín Björg Hrólfsdóttir fóru með íslenska landsliðinu til Montreux í Sviss um seinustu helgi til að keppa á Evrópumótinu í taekwondo.

Sætur sigur í Vesturbænum

Selfyssingar unnu frækinn sigur á KR-ingum í Borgunarbikarnum í gær. Það var Arnar Logi Sveinsson sem tryggði Selfyssingum 1-2 sigur í framlengingu.

Allir velkomnir á 80 ára afmælishátíð Umf. Selfoss

Eins og fram hefur komið fagnar Ungmennafélag Selfoss 80 ára afmæli í ár, en félagið var stofnað 1. júní 1936. Í tilefni þessa merka áfanga heldur félagið glæsilega afmælishátíð laugardaginn 28.

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 18. sinn miðvikudaginn 1. júní  2016. Keppnin fer fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi.

Sanngjarn sigur á Skaganum

Selfoss lyfti sér upp í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu með góðum 0-2 sigri á ÍA á Akranesi í gær. Það voru Lauren Hughes og Eva Lind Elíasdóttir sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.Sjá nánari umfjöllun um leikinn á vef .Næsti leikur Selfoss er á JÁVERK-vellinum laugardaginn 28.

Selfyssingar unnu þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla

Subway Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið á Selfossi um liðna helgi. Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í hópfimleikum á Íslandi en alls tóku um 1100 keppendur þátt í 90 liðum frá 16 félögum víðs vegar af landinu.

Selfyssingar efnilegastir og bestir

Fjórir Selfyssingar voru verðlaunaðir á  um seinustu helgi. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í Olís-deildinni og jafnframt valin sóknarmaður ársins.