Fréttir

Richard tryggði Selfyssingum ferð í Vesturbæinn

Selfoss lagði Njarðvík 2-1 í hörkuleik í Borgunarbikarnum í seinustu viku. Það voru þeir Pachu og Richard Sæþór sem skoruðu mörk Selfyssinga sem drógust á útivelli gegn stórliði KR í næstu umferð miðvikudaginn 25.

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move.

Stelpurnar lönduðu þremur stigum í Eyjum

Selfoss vann sterkan 0-1 sigur í Vestmannaeyjum í gær og var það Lauren Hughes sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.Nánar er fjallað um leikinn á vef  en þar má einnig finna  í deildinni..---Lo Hughes skoraði fyrsta mark Pepsi-deildarinnar á þessu keppnistímabili. Ljósmynd: Mbl.is/Sigfús Gunnar.

Viðurkenningar veittar á minningarmóti

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson var haldið í íþróttahúsi Iðu fimmtudaginn 5. maí. Iðkendur á aldrinum 8-24 ára tóku þátt í þessum hluta mótsins en minningarmót fyrir yngri iðkendur verður haldið síðar í mánuðinum.Krakkarnir sýndu flotta fimleika á mótinu og var gaman að sjá framfarirnar eftir veturinn.

Fjóla Signý ein af ungleiðtogum Evrópu

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir hefur verið valin fulltrúi FRÍ á ráðstefnu ungra leiðtoga Evrópu í frjálsíþróttum sem haldin verður samhliða EM í frjálsum í Amsterdam 5.-10.

Teitur Örn æfir með U-18

Hægri skyttan Teitur Örn Einarsson er í 22 manna hópi sem kemur saman til æfinga 9.-12. júní nk. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason.

Eva í ungmennaráði HSK

Á dögunum kom ungmennaráð HSK saman til fyrsta fundar, en ungmennaráð  hefur ekki áður verið starfandi innan sambandsins. Eva Þórisdóttir situr í ráðinu fyrir hönd Umf.

Yfirburðir Selfyssinga á Ísafirði

Ísafjarðarmótið hjá strákunum á yngra ári í 5. flokki fór fram um helgina og gekk gríðarlega vel.Selfoss 1 hélt uppteknum hætti og sigraði alla leiki sína á mótinu og unnu Vestfjarðarbikarinn sem er ansi veglegur.

Rúmlega hundrað hlauparar í Grýlupottahlaupinu

Góð þátttaka var í fjórða  Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli á laugardaginn 7. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náðu Unnur María Ingvarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir en þær hlupu báðar á 3:18 mín. Hjá strákunum var það Benedikt Fadel Faraq sem hljóp á 2:54 mín.Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef .Athygli er vakin á því að ekki er hlaupið um Hvítasunnuhelgina en fimmta hlaup ársins fer fram nk.

Tvöfaldur sigur hjá strákunum í 4. flokki

Fyrir rétt um hálfum mánuði léku drengir á eldra ári í 4. flokki til B-úrslita. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu eftir bráðabana í vítakastkeppni að loknum venjulegum leiktíma og tveimur framlengingum.