Fréttir

Selfyssingar sóttu stig suður með sjó

Selfyssingar eru í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Keflavík á útivelli í gær.Markalaust var að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik en fjörið hófst þegar Ingi Rafn Ingibergsson kom Selfyssingum yfir á 50.

Mæta Eyjastelpum fjórða árið í röð

Í dag varð ljóst að kvennalið í knattspyrnu. Selfoss sló Augnablik úr keppni í 2. umferð í gærkvöldi, 5-0 á JÁVERK-vellinum. Nánar er fjallað um leikinn á vef . Selfoss kom á undan upp úr pottinum þegar dregið var í hádeginu í dag og Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, sá um að draga andstæðinginn. Þetta verður fjórða árið í röð sem Selfoss og ÍBV mætast í bikarkeppninni.

Minningarmót 2017

Fimmtudaginn 25. maí, uppstigningardag verður haldið hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson en hann þjálfaði hjá deildinni þegar hún var ný stofnuð.

Æfingar hafnar í mótokross

Æfingar hjá mótokrossdeild Selfoss hófust fyrir viku síðan en þá var einnig kynningardagur á starfinu deildarinnar og stefnir í mikla fjölgun iðkenda hjá deildinni.Út maí verður æft einu sinni í viku á miðvikudögum frá klukkan 19:00 til 20:30.

Sundnámskeið sumarið 2017

Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið í Sundhöll Selfoss 12.-21. júní. Kennt verður fyrir hádegi virka daga alls 8 skipti í 45 mínútur í senn.Námskeiðið er fyrir  börn fædd 2012 og eldri.

Flottur árangur á Íslandsmótinu á Akureyri

Seinni hluti Subway Íslandsmótsins í hópfimleikum fór fram um helgina á Akureyri, skráðir voru yfir 550 keppendur frá 14 félögum víðsvegar af landinu.

Grýlupottahlaupinu lýkur á laugardag

Sem fyrr var mjög góð þátttaka var í fimmta Grýlupottahlaupi ársins 2017 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 20. maí en alls hlupu 130 hlauparar á laugardag.Úrslit úr fjórða hlaupi ársins má finna á vefsíðu . Bestum tíma hjá stelpunum náði Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir, 3:13 mín og hjá strákunum var það Hans Jörgen Ólafsson sem hljóp á 2:51 mín.Sjötta og seinasta hlaup ársins sem fer fram nk.

Fjögur HSK met sett á fallegum blíðviðrisdegi

Vormót HSK fór fram á Selfossvelli laugardaginn 20. maí síðastliðinn. Annað eins blíðviðri hefur sjaldan sést á vormótinu. Fjögur HSK-met og fjölmörg persónuleg met féllu við þessar góðu aðstæður.

Katrín Ósk og Elvar Örn leikmenn ársins

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram með glæsibrag á Hótel Selfoss um helgina þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangur vetrarins.Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins.

Selfoss - Augnablik

Þriðjudaginn 23. maí taka stelpurnar í Selfoss á móti Augnablik í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum.