Fréttir

Maggi er kominn heim

Magnús Ingi Einarsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þessi öflugi og hraði markaskorari hefur spilað yfir 50 leiki fyrir Selfoss, en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi-deildinni árið 2012. Hlökkum til að sjá hann á vellinum. Áfram Selfoss!.

Fréttabréf UMFÍ

Stórt tap gegn Íslandsmeisturunum

Selfyssingar fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan sigu Framstelpur framúr og staðan í hálfleik var 13-18.

Forvarnardagurinn í Árborg

Miðvikudaginn 4. október var forvarnardagurinn haldinn um allt land og stóð forvarnarhópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá eins og síðustu ár.

Magnaður sigur í Mosfellsbænum

Selfoss vann magnaðan sigur á Aftureldingu, 28-29, í Mosfellsbænum í kvöld. Liðið var undir allan leikinn en með ótrúlegum lokakafla, þar sem Elvar Örn skoraði 4 mörk í röð, náðu Selfyssingar að jafna leikinn, 26-26.

Knattspyrnudeildin framlengir við Gunnar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur framlengt samning Gunnars Borgþórssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, til þriggja ára.Gunnar hefur stýrt karlaliði Selfoss frá miðju sumri 2015 og átti eitt ár eftir af fyrri samningi.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 2. nóvember

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 2. nóvember og föstudaginn 3. nóvember. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (ca 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (ca 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (ca 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendurFöstudaga Klukkan 15:45 sundskóli (börn 5 ára og eldri án foreldra) Klukkan 16:30 námskeið 3 (ca 1-2 ára) Klukkan 17:15 námskeið 4 (ca 2-4 ára) Klukkan 18:00 námskeið 5 (ca 4-6 ára)Laugardagsmorgnar Hér bætast við hópar ef þörf er á. Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626. Guðbjörg H.

Tanja þjálfar Ísland á EM

Selfyssingurinn Tanja Birgisdóttir er meðal þjálfara íslensku landsliðanna sem taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum árið 2018.Fimleikasamband Íslands hefur mannað allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið en með reynslu síðustu tveggja móta að leiðarljósi og breyttu skipuriti á skrifstofu FSÍ var umgjörð og skipulagi verkefnisins breytt umtalsvert.Tanja kemur til með að þjálfa blandað lið fullorðinna ásamt Magnúsi Óla Sigurðssyni og Yrsu Ívarsdóttur.

Guðmundur Tyrfingsson æfir með Norwich

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður 4. flokks Selfoss er þessa dagana í sex daga heimsókn hjá enska fyrstu deildarfélaginu Norwich City þar sem hann æfir og spilar með U16 og U19 ára liðum félagsins. Ásamt Guðmundi er Hornfirðingurinn Ari Sigurpálsson, leikmaður HK við æfingar hjá Norwich City.Guðmundur spilar fyrir 4.

Magdalena besti leikmaður 1. deildar kvenna

Magdalena Anna Reimus, leikmaður Selfoss, var valin leikmaður ársins í 1. deild kvenna í knattspyrnu af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.