Fréttir

Oddaleikur eftir háspennu í Hafnarfirði

Selfoss og FH munu mætast í oddaleik á Selfossi á miðvikudagskvöldið eftir svekkjandi tap í gær í framlengdum leik, 41-38.Leikurinn var í járnum framan af en um miðjan hálfleik hrukku Selfyssingar í gang og komust þremur mörkum yfir.

Vel heppnuð æfingaferð á Blönduós

Laugardaginn 21. apríl fór hópur af ungum júdóiðkenndum í árlega æfingaferð til Blönduós. Þar voru haldnar sameiginlegar æfingar með iðkendum frá Sauðárkróki og Blönduósi.Að lokinni æfingu á laugardeginum var farið í sund, skemmt sér í félagsmiðstöðinni og pizzapartý um kvöldið.

Sumarblað Árborgar 2018

fyrir árið 2018 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2018.Blaðinu verður dreift inn á hvert heimili í Árborg dagana 7.

Fréttabréf UMFÍ

Minningarmót 2018

Laugardaginn 28. apríl síðastliðinn fór fram árlegt Minningarmót hjá fimleikadeild Umf. Selfoss. Minningarmótið er haldið í minningu um Magnús Arnar Garðarsson, þjálfara hjá deildinni sem lést í mótorhjólaslysi aðeins tvítugur að aldri, árið 1990.Minningarmótið hefur skapað sér fastan sess hjá fimleikadeildinni og er orðið að uppskeruhátíðinni okkar, þar sem þeir iðkendur eða lið sem skarað hafa framúr fá ýmis konar viðurkenningar.

Caitlyn Clem í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska markmanninn Caitlyn Clem og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar. Clem, sem er 22 ára, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var lykilmaður í liði Wisconsin háskólans.  „Caitlyn var hjá okkur í nokkra daga til reynslu áður en við sömdum við hana.

Selfoss komið yfir í einvíginu

Selfoss er komið yfir í einvíginu gegn FH eftir frábæran 31-29 sigur í gærkvöldi. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.