Fréttir

Guggusund | Ný námskeið hefjast 25. október

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 25. október, föstudaginn 26. október og laugardaginn 27. október. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudagar Klukkan 17:15 námskeið 5 (ca.

Dean Martin gerir tveggja ára samning við Selfoss

Dean Martin skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss um þjálfun karlaliðs félagsins. Dean tók tímabundið við liðinu í lok júlí síðastliðins og er mikil ánægja með störf hans innan félagsins þó að hlutskipti karlaliðsins hafi verið að falla niður í 2.

Gylfi Már í heiðurshöll Selfoss

Gylfi Már Ágústsson er fjórði Selfyssingurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll Selfoss, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða fleiri.

Selfoss 29 - 29 Afturelding

Selfoss gerði 29-29 jafntefli við Aftureldingu í fyrsta heimaleik sínum í Olísdeildinni, en liðin mættust nú í kvöld í 3.umferð deildarinnar.Afturelding hafði frumkvæðið framan af og náði fjögurra marka forskoti þegar mest lét, staðan í hálfleik var 15-17.

Knattspyrnusumrinu slúttað á laugardaginn

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar var haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 22. september. Auðunn Blöndal stjórnaði veislunni að mikilli snilld, boðið var upp á glæsilegt steikarhlaðborð og þar eftir mætti hljómsveitin Í Svörtum Fötum og lék fyrir fjörugum dansi fram á rauða nótt.Venju samkvæmt voru veitt verðlaun til leikmanna meistaraflokks og 2.

Alfreð áfram með kvennalið Selfoss

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði á laugardaginn undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Undirskriftin fór fram á iðagrænum JÁVERK-vellinum eftir 1:0 sigur Selfoss á ÍBV í lokaumferð Pepsideildarinnar. Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr Pepsideildinni árið 2016,  stýrði því beina leið aftur upp í Pepsideildina.

Jafntefli gegn Stjörnunni

Stelpurnar tóku á móti Basta og hans stúlkum í Stjörnunni fyrr í kvöld og endaði leikurinn með jafntefli, 34-34, eftir æsispennandi lokamínútur. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, Selfossstúlkur tóku síðan við sér og náðu þriggja marka forskoti, 10-7, um miðjan seinni hálfleik.

Æfingar yngri flokka komnar á fullt

Handboltaæfingar yngri flokka eru komnar á fullt. Allar æfingar eru nú í Hleðsluhöllinni, íþróttahúsi FSu. Enn eitt árið eru það mikið til sömu þjálfararnir sem sinna þjálfun krakkann og er það hornsteinn af öflugu starfi handboltans á Selfossi en yngriflokkastarfið hefur verið í fremstu röð á landsvísu undanfarin ár.Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir og öllum velkomið að koma að prófa án endurgjalds.

Olísdeildin farin að rúlla

Nú er Olísdeildin farin á fullt, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik gegn Fram þriðjudaginn s.l.

Fréttabréf ÍSÍ