Fréttir

Fjöldi afreka á Meistaramóti Íslands 15 – 22 ára

Um liðna helgi fór Unglingameistaramót Íslands fram á Kaplakrikavelli i Hafnarfirði. HSK/Selfoss sendi öflugt lið til keppi að venju og var uppskeran mjög góð.

Selfyssingar á uppleið

Í gær vann Selfoss góðan sigur á heimavelli gegn Þór/KA á JÁVERK-vellinum. Þór/KA komst yfir í fyrri hálfleik en Selfoss sneri leiknum sér í hag með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik.Það voru Magdalena Anna Reimus og Tiffany McCarty sem skoruðu mörk Selfoss bæði eftir sendingar utan af kanti frá Barbáru Sól Gísladóttur.

Bergrós sigraði á Akureyri

Önnur umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akureyri þann 11. júlí og áttu Selfyssingar keppendur í flestum flokku.Í 85 cc flokki kvenna sigraði Bergrós Björnsdóttir, Eric Máni Guðmundsson varð í þriðja sæti í 85cc flokki karla.

Glötuð stig í Vogunum

Selfoss tapaði stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið laut í gras fyrir Þrótti Vogum á föstudaginn.Heimamenn skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik.

Fimleikahringurinn á Selfossi

Fimleikasambandið er að fara í risa stórt verkefni í sumar sem heitir Fimleikahringurinn, þar sem karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í tíu daga sýningaferð hringinn í kringum Ísland, dagana 22.-31.

Þrettán Selfyssingar í landsliðum Íslands í hópfimleikum

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2021 sem fer fram dagana 14.-17.

Tíðindalítið í Laugardalnum

Selfoss sótti Þrótt heim í Pepsi Max deildinni í gær.Liðin skildu jöfn í markalausum og frekar tíðindalitlum leik sem fór fram á gervigrasinu í Laugardal.

Gott stig í toppbaráttuna

Selfoss gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Fjarðabyggð 2. deildinni á laugardag.Að loknum fimm umferðum er Selfoss með 10 stig í öðru sæti deildarinnar.

Elín Krista framlengir við Selfoss

Elín Krista Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Elín, sem er örvhent skytta, er aðeins 19 ára gömul og mjög efnileg.  Hún var lykilleikmaður í liði meistaraflokks kvenna í vetur, sem var aðeins hársbreidd frá því að komast upp úr Grill 66 deildinni.  Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum, en það verður spennandi að fylgjast með meistaraflokk kvenna í vetur.---Mynd: Elín Krista Sigurðardóttir Umf.

Selfyssingar í áfram í bikarnum

Selfoss lagði Stjörnuna að velli í Mjólkurbikarnum á föstudag. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Dagný Brynjarsdóttir bætti því þriðja við í öruggum sigri.Búið er að draga í fjórðungsúrslitum og taka stelpurnar okkar á móti Íslandsmeisturum Vals 11.