Fréttir

Fjögur gull á Íslandsmóti

Góður árangur náðist á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var laugardaginn 29. maí. Þar voru mættir sextíu keppendur frá sjö félögum, þar af voru sex keppendur frá júdódeild Selfoss og kepptu þrír þeirra í bæði U18 og U21.Keppnin var jöfn og spennandi og mikið var um glæsileg tilþrif.

Þrír Selfyssingar í U19

Þrír Selfyssingar eru í U19 ára landsliði Íslands sem mætir Færeyjum í júní.Jón Vignir Pétursson leikmaður Selfoss var valinn í hópinn í fyrsta skiptið ásamt því voru þeir Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson valdir í þetta verkefni.

Sigur í fyrri leiknum í Garðabæ

Selfyssingar héldu upp á 85 ára afmæli Ungmennafélagsins með því að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.  Þetta var fyrri leikur af tveim gegn Stjörnunni og endaði með tveggja marka sigri Selfyssinga, 24-26.Ljóst var frá fyrstu mínútu að hart yrði barist í þessum leik, tvö lið tilbúin í úrslitakeppni.  Góðar varnir og lítið skorað í upphafi.  Jafnt var á flestum tölum þar til nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar tóku leikinn til sín og komust þrem mörkum yfir áður en Stjarnan minnkar muninn fyrir hálfleik í tvö mörk, 10-12.  Meiri hraði var í upphafi síðari hálfleiks og héldu Selfyssingar frumkvæðinu í leiknum og komu muninum í þrjú til fögur mörk.  Stjörnumenn tóku áhlaup og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar þrjár mínútur áttu eftir af leiknum.  Selfyssingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í kvöld og lönduðu sigri, 24-26.Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Hergeir Grímsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Ragnar Jóhannsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1 og Gunnar Flosi Grétarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (38%).Seinni leikurinn verður spilaður í Hleðsluhöllinni á föstudaginn kl 18.00 og er samanlögð markatala úr leikjunum tveimur sem ráða úrslitum.

Frábær endurkoma

Selfoss og Grótta skildu jöfn þegar liðin mættust í Lengjudeildinni á föstudagskvöld.Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en það var Grótta sem náði forystunni með marki úr óbeinni aukaspyrnu innan vítateigs Selfyssinga.

Góður árangur á vormóti

Um helgina fór vormót í hópfimleikum fram í Dalshúsum í Grafarvogi. Fimleikadeild Selfoss sendi tvö stúlknalið á mótið, eitt í 4.

Sigur í síðasta deildarleiknum

Selfyssingar enduðu í 4. sæti Olísdeildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í gær í síðasta leik sínum í deildinni á þessu tímabili.Leikurinn gegn Gróttu var í járnum framan af.  Selfyssingar náðu yfirhöndinni um miðbik fyrri hálfleiks en Grótta gerði gott áhlaup á lokamínútunum og staðan 13-13 í hálfleik.  Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik, þar sem þeir spiluðu fína vörn og áttu góðar sóknir.

Stelpurnar enn á toppnum

Leikurinn á móti Fylki byrjaði ekki vel hjá okkar konum þar sem leikmaður Fylkis komst inn fyrir vörnina og skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu.

Leikja- og júdónámskeið Selfoss

Júdódeild Selfoss býður í sumar upp á fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.Hvert námskeið eru fjórir dagar, frá mánudegi til fimmtudags. Námskeiðið fer fram í júdósalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss).

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Sumaræfingar í frjálsum hefjast í lok maí

Frjálsíþróttaæfingar sumar 2021 Hópur 1:  Fædd 2014 – 2016 mánudaga kl. 16-17 í á frjálsíþróttavellinum miðvikudaga kl. 16-17 í á frjálsíþróttavellinum Þjálfari: Hildur Helga Einarsdóttir, frjálsíþróttakona, sími: 868-1576 Æfingar hefjast mánudaginn 31.