Fréttir

Sex marka sigur fyrir norðan

Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri.  Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5.

Selfoss - Vestri

Selfoss spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á JÁVERK-vellinum. Í ljósi aðstæðna þá er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum.

Fréttabréf UMFÍ

Sigur í fyrsta leik sumarsins gegn Keflavík

Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en stelpurnar okkur stjórnuðu leiknum þó ágætlega. Brenna Lovera kom okkur yfir í lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Í seinni hálfleik var sama saga þar sem Selfoss stýrði leiknum.

Tap gegn Val

Selfyssingar tóku á móti Völsurum í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra byrjun töpuðu strákarnir með fimm mörkum, 26-31.Selfoss byrjaði mun betur í leiknum og voru búnir að skora fjögur mörk gegn engu hjá Val.

ÍSÍ | Hjólað í vinnuna hefst 5. maí

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í  nítjánda sinn fyrir , heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 5.-25. maí.

Barbára Sól og Dagur Fannar íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

Fyrir aðalfund Umf. Selfoss sem fór fram í fjarfundi fimmtudaginn 29. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2020.

Tap gegn Valsstúlkum

Stelpurnar töpuðu í dag fyrir ungmennaliði Vals í Grill 66 deildinni, 26-33.Valsarar byrjuðu leikinn betur án þess að ná að slíta sig fram úr Selfyssingum.  Heimakonur unnu sig hratt inn í leikinn og jöfnuðu leikinn þegar um tólf mínútur voru liðnar, 7-7.  Selfyssingar voru svo með frumkvæðið fram að hálfleik þar sem þær leiddu 15-14.  Valsarar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og tóku leikinn aftur til sín.  Selfyssingar fóru illa með boltann á þessum kafla og gestirnir gengu á lagið og bættu heldur í forystuna.  Það bil varð ekki brúað og endaði leikurinn með sigri Valsara, lokatölur 26-33.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 7 (17%)Næsti leikur hjá stelpunum okkar er jafnframt lokaleikur þeirra í vetur.  Þá fara þær í Breiðholtið þar sem þær mæta ÍR á föstudagskvöldið næstkomandi kl.

Hvalreki á fjörur Selfyssinga

Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV.

Sigur í spennutrylli út í Eyjum

Strákarnir fóru til eyja í gærkvöld þar sem þeir öttu kappi við ÍBV í Olísdeildinni.  Eftir algeran naglbít síðustu mínúturnar fóru Selfyssingar með sigur af hólmi, 26-27.Selfyssingar byrjuðu leikinn af meiri krafti og skoruðu fjögur mörk gegn einu fyrstu fimm mínúturnar.  Eyjamenn unnu sig hins vegar inn í leikinn og voru búnir að jafna fimm mínútum síðar.  Jafnt var á öllum tölum eftir það þar til Selfyssingar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og leiddu því 12-14 í hálfleik.  Leikurinn hélst í jafnvægi en Selfyssingar alltaf á undan að skora þar til ÍBV komst yfir, 21-20, um miðjan hálfleikinn.  Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-0 sem heimamenn leiddu leikinn.  Selfyssingar hertu þá tökin og virtust vera með leikinn í hendi sér.  Leiddu 22-26 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.  Eyjamenn eru hins vegar vanir því að hleypa svona leikjum upp í spennu í lokin og það tókst þeim í þessum leik.  Það endaði með því að ÍBV hefðu getað jafnað leikinn á lokasekúndunum í galopnu færi af línunni.  Skotið rataði fram hjá Vilius í markinu en líka fram hjá markinu og sigur í höfn hjá Selfyssingum, lokatölur 26-27.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 9/7, Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 12 (35%), Alexander Hrafnkelsson 1/1 (33%).Með sigrinum hoppa Selfyssingar yfir ÍBV og fleiri í þessari jöfnu töflu og upp í þriðja sæti.  Næsti leikur þeirra er gegn Val í Hleðsluhöllinni þriðjudaginn 4.