Fréttir

Þriggja marka tap gegn Mosfellingum

Áfram hélt handboltinn og í kvöld tóku Selfyssingar á móti ungmennafélagi Aftureldingar.  Leikurinn var hluti af 14. umferð í Olísdeildinni og lauk með sigri gestanna, 23-26.Mosfellingar byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í þriggja marka forystu, 1-4.

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2021

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 24. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Frjálsíþróttadeild Umf.

Blandað lið Selfoss GK meistarar 2021

Þann 20. febrúar sl. fór fram GK mót í hópfimleikum á Akranesi. Fimleikadeild Selfoss sendi þrjú lið á mótið, 1. flokk kvenna, blandað lið í 1.flokki og kk eldri.

Strákarnir sigruðu Stjörnuna

Selfyssingar skelltu Stjörnunni í lokaumferð A-deildar deildarbikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli á laugardaginn, 2-1.Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir á 24.

Aðalfundur rafíþróttanefndar 2021

Aðalfundur rafíþróttanefndar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 22. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir, Stjórn Umf.

Tap í kaflaskiptum leik

Stelpurnar létu í minni pokann fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í dag, er liðin áttust við í Grill 66 deildinni, 20-25.Grótta byrjaði leikinn betur og náðu fljótt yfirhöndinni, voru komnar 1-4 yfir eftir nokkrar mínútur.  Selfyssingar tóku þá við sér og minnkuðu muninn.  Grótta tók leikinn aftur yfir og slitu sig  frá heimastelpum, staðan í hálfleik var 8-14.  Gestirnir héldu áfram að vera ákveðnara liðið í uppahafi síðari hálfleiks og virtust vera að ganga frá leiknum þegar Selfyssingar tóku leikhlé í stöðunni 10-18.  Selfyssingar voru þó ekki hættir og minnkuðu stelpurnar muninn niður í fjögur mörk áður en Grótta náðu jafnvægi á sinn leik á ný og sigruðu að lokum, 20-25.Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 6/4, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Ivana Raičković 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 8/1 (24%)Næsti leikur stúlknanna er eftir 10 daga í Mosfellsbæ, en þær mæta Aftureldingu miðvikudaginn 24.

Barbára best!

Segja má að endahnúturinn hafi verið rekinn á sumarið 2020 í gær hjá meistaraflokk kvenna þegar verðlaun voru veitt fyrir sumarið.

Ingi Rafn yfirgefur Selfoss

Inga Rafn þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum á Selfossi en hann hann hefur spilað með liðinu í þrettán tímabil eftir að hann sitt lék sína fyrstu leiki á Selfossi árið 2002. Síðan þá hefur hann komið við hjá þremur liðum, ÍBV, Ægi og nú síðast Árborg á láni.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2021

Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 23. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir, Handknattleiksdeild Umf.

Arnar Freyr Ólafsson 1. dan

 Arnar Freyr Ólafsson úr júdódeild Selfoss og varaformaður JSÍ tók 1. dan próf 6. mars síðastliðinn og stóðst það með glæsibrag.