Fréttir

Sigur hjá báðum liðum

Meistaraflokkar karla og kvenna gerðu góða ferð í kaupstaðinn í dag og sóttu þangað fjögur stig.  Stelpurnar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Stjörnunni og strákarnir unnu góðan tveggja marka sigur á Fram.Stjarnan 27-32 Selfoss Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forystu, munurinn varð mestur fimm mörk í fyrri hálfleik, 7-12.  Þá kom góður kafli hjá Stjörnukonum sem náðu að jafna í 14-14, staðan í hálfleik var 16-15.  Selfoss jafnaði síðan fljótt aftur í 18-18 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til Selfoss náði að slíta sig frá Stjörnunni þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.  Þær lokuðu síðan leiknum með stæl og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 27-32.Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 7, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3/2, Carmen Palamariu 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sarah Boye 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1 Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 15 (36%)Nánar er fjallað um leikinn á  Leikskýrslu má sjá Fram 29-31 Selfoss Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-3.  Framarar náðu að jafna leikinn í 4-4 og náðu síðan að komast yfir, mest þremur mörkum, í 11-8.  Selfoss fínstillti sinn leik og náðu aftur yfirhöndinni áður en langt um leið, staðan í hálfleik 15-18.  Selfoss hafði yfirhöndina í seinni hálfleik og hélt Frömmurum tveimur til þremur mörkum frá sér.  Selfyssingar nýttu þó tækifærið og gerðu leikinn spennandi undir lokin þar sem Fram minnkaði muninn niður í eitt mark.  Selfoss stóðust þó áhlaupið og vörðu stigin tvö og lokatölu 29-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Elvar Örn Jónsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (38%), Pawel Kiepulski 1 (10%)Nánar er fjallað um leikinn á .is. Leikskýrslu má sjá Stelpurnar eru áfram í botnsæti deildarinnar og geta ekki bjargað sér þaðan, þær fara í Digranesið á þriðjudag og spila þar sinn síðasta leik í deildinni gegn HK.  Strákarnir eru í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum.  Þeir eiga leik gegn botnliði Gróttu hér heima á miðvikudaginn n.k.Perla Ruth var mögnuð í leiknum í dag, með 9 mörk í 9 skotum. JÁE

Fimm frá Selfossi í landsliðshópnum

Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson. Teitur Örn Einarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson verða allir í landsliðshópi Íslands sem mætir Norður-Makedóníu nú í apríl.Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll þann 10.

Góður árangur á Ásvallamóti

Fjórir sundmenn úr gull- og silfurhópum Selfoss kepptu á Ásvallamóti SH fyrir rúmri viku en til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfti að ná ákveðnum lágmörkum.

Hannes, Tryggvi og Ísak framlengja við Selfoss

Þeir Hannes Höskuldsson, Tryggvi Þórisson og Ísak Gústafsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss á síðustu misserum.  Allir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokk í vetur. Hannes Höskuldsson er 19 ára gamall vinstri hornamaður og hefur verið öflugur með U liði Selfoss í vetur ásamt því að vera í meistaraflokk. Tryggvi Þórisson er 16 ára línumaður.  Hann hefur spilað með 3.

Tap gegn Haukum í Hleðsluhöllinni

Selfoss mætti Haukum í troðfullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld, uppselt var á leikinn og þurfti að vísa fólki frá. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hauka, 27-29.Leikurinn var meira og minna í járnum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum.

Fjör á opinni handboltaæfingu

Það var fjör í Hleðsluhöllinni á föstudaginn þegar alls mættu 47 hressir krakkar á aldrinum 6-14 ára á opna æfingu hjá handknattleiksdeildinni.

Mikill kraftur í starfi mótokrossdeildar

Það var mjög góð mæting á aðalfundur mótokrossdeildar Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 21. mars. Mikill kraftur er í starfi deildarinnar og eru menn stórhuga fyrir næsta sumar í mótokrossinu.Nýja stjórn skipa f.v.

Vel heppnaður aðalfundur handknattleiksdeildar

Aðalfundur handknattleiksdeildarinnar var haldinn í Tíbrá miðvikudagskvöldið s.l. Heppnaðist fundurinn með ágætum og var vel mætt.Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var ársskýrsla og reikningar deildarinnar lagðir fram til samþykktar.

Aðstöðuleysi háir starfi fimleikadeildar

Fimleikadeild Selfoss hélt aðalfund sinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars þar sem kom fram að aðstöðuleysi háir deildinni en afar erfitt er að fjölga iðkendum þar sem íþróttahúsið Baula en nú fullsetið.

Stöðugleiki í starfi taekwondodeildar

Aðalfundur taekwondodeildar Selfoss var haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars þar sem kom fram að starf deildarinnar er stöðugt og fjármál í góðu lagi.Ein breyting var á stjórn þar sem Magnús Ninni Reykdalsson hætti í stjórn en í stjórn voru kjörin f.v.