Fréttir

Fimm Selfyssingar á HM

Ljóst er að fimm Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.

Skellur fyrir norðan

Stelpurnar gerðu töpuðu gegn KA/Þór fyrir norðan í kvöld, 33-22.Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrri hálfleik, þegar 10 mínútur voru eftir af honum náðu norðanstúlkur að byggja upp forskot á stelpurnar okkar og var staðan 16-10 þegar flautað var til hálfleiks.  Í síðari hálfleik áttu okkar stelpur erfitt uppdráttar og náðu aldrei að ógna forustu KA/Þór af nokkurri alvöru og lyktaði leiknum með 11 marka tapi.  Selfoss er því áfram í botnsætinu með 4 stig eftir 11 umferðir.Mörk Selfoss:  Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á   og  Leikskýrslu má sjá Í næsta leik Selfoss í Olísdeild kvenna tökum við á móti Valsstúlkum í Hleðsluhöllinni eftir 10 daga, föstudaginn 18 janúar kl.

Olísdeild kvenna af stað eftir jólafrí

Nú fer Olísdeildin að rúlla aftur eftir um 7 vikna landsleikja- og jólafrí, en síðustu leikir voru um miðjan nóvember s.l. Ekki gekk þetta nógu vel hjá stelpunum fyrir áramót og eru þær núna í 8.

Æfingar hafnar eftir áramót

Æfingar í júdo eru hafnar að nýju eftir áramót og eru allir velkomnir að prófa að æfa júdó frítt í tvær vikur.

Fréttabréf ÍSÍ

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði sunnudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Guðjón Baldur og Ísak með brons í Þýskalandi

U-19 ára landslið karla vann til bronsverðlauna á Sparkassen Cup í Þýskalandi, en mótið fór fram á milli jóla og nýárs. Með liðinu voru þeir Guðjón Baldur Ómarsson og Ísak Gústafsson.Ísland spilaði gegn Saar, Hollandi og Danmörku í riðlinum.

Karitas semur til tveggja ára

Kvennalið knattspyrnudeildar Selfoss kveður árið 2018 með hvelli en í dag skrifaði miðjumaðurinn Karitas Tómasdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Undanfarin þrjú tímabil hefur Karitas spilað með Selfossi yfir hásumarið á meðan hún hefur stundað nám við TCU háskólann í Texas í Bandaríkjunum.

Brynja framlengir við Selfoss

Það var blásið til flugeldasýningar á Selfossvelli í dag þegar Brynja Valgeirsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Brynja, sem er 25 ára gömul, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum og var varafyrirliði liðsins á nýliðnu tímabili þar sem hún átti gott sumar í hjarta varnarinnar.

Nökkvi Dan til Selfoss

Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.  Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, kemur frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal.  Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan.  Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir.Mynd: Nökkvi Dan ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar Umf.