18.09.2018
Selfoss tapaði með sex mörkum, 24-30, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í Fram í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í Hleðsluhöllinni.Fram náði fljótt forskoti í leiknum og hélt því allan leikinn.
17.09.2018
Selfoss vann sex marka sigur á Akureyri fyrir norðan í annarri umferð Olísdeildarinnar sem fram fór í kvöld. Selfoss hafði undirtökin allan tímann og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-18.
17.09.2018
Nú á laugardaginn hélt knattspyrnudeildin árlegt slútt hjá yngriflokkum.
Frábær mæting var á JÁVERK-völlinn í ágætis veðri. Leikmenn meistaraflokka mættu á svæðið og aðstoðuðu við verðlaunaafhendingar sem Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar stjórnaði að mikilli list.Yngsta iðkendur deildarinnar fengu þátttökuverðlaun fyrir frábært ár, en þar á eftir voru veitt einstaka verðlaun frá 6.
16.09.2018
Nú líður að fyrsta heimaleik í deildinni og um að gera að næla sér í árskort fyrir komandi tímabil sem fyrst. Hægt er að velja um þrjú mismunandi árskort.Platínumkort (35.000 kr) - Gildir fyrir einn á alla deildarleiki og leiki í úrslitakeppni hjá meistaraflokkum Selfoss á heimavelli.
14.09.2018
Aron Darri Auðunsson leikmaður Selfoss hefur dvalið í Svíðþjóð síðustu daga þar sem hann hefur æft með U17 og U19 ára liði Norkjöping, en með því liði spilar einmitt okkar maður Guðmundur Þórarinsson.
Aron Darri er partur af öflugum 3.
14.09.2018
Flokkaskipti verða mánudaginn 17. september
Nú er ný æfingatafla fyrir veturinn 2018-2019 klár
Hamarshallaræfingar byrja 1.okt fram að því verða æfingar á gervigrasinu
Lista yfir þjálfara allra flokka má sjá
Facebooksíður allra flokka þar sem tilkynningar varðandi hvern flokk koma fram má sjá
(tafla birt með fyrirvara um breytingar)
.
13.09.2018
Selfoss lék sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í vetur gegn ÍR í Austurbergi í gærkvöldi. Leiknum lauk með sex marka sigri Selfoss, 30-24 (13-11).Engri gestrisni var fyrir að fara í upphafi og áttu Breiðhyltingar frumkvæðið framanaf. Um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 7-5 tók Patti leikhlé og brýndi sína menn. Eftir það skoruðu strákarnir 5 mörk í röð og voru yfir í hálfleik 11-13. Í seinni hálfleik fór munurinn aldrei undir 2 mörk og þegar á leið sigldu strákarnar fram úr og lönduðu að endingu sex marka sigri, 30-24.Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9, Árni Steinn Steinþórsson 5, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 6 og Helgi Hlynsson 4.Næsti leikur strákanna fer fram á Akureyri mánudaginn 17.
10.09.2018
Nú styttist óðum í Evrópumótið í hópfimleikum og sendir Ísland 4 lið til leiks að þessu sinni. Liðin eru á fullu í æfingaferlinu og nýta sér meðal annars æfingaaðstöðuna í Baulu fyrir æfingar.Meðfylgjandi mynd er tekin í Baulu á landsliðsæfingu hjá blönduðu liði Íslands, en meðal annars má þar sjá Selfyssinginn Eystein Mána Oddsson.
09.09.2018
Hefur þú kynnt þér verkefnið „Sýnum karakter“? Það er von ÍSÍ og UMFÍ að verkefnið hjálpi þjálfurum og fleirum að tileinka sér aðferðir og leiðir til markvissrar þjálfunar karakters ungu kynslóðarinnar og beiti þeim í daglegu starfi sínu.
09.09.2018
Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 27-26 tap gegn Dragunas í Litháen í gær, en liðið vann fyrri leikinn með sex mörkum.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 12-12.