09.05.2016
Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss á laugardag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili.Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka.
09.05.2016
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjöunda sinn á HSK svæðinu í sumar. Að þessu sinni er hann á Selfossi 12.-16. júní í samstarfi við frjálsíþróttaráð HSK.
09.05.2016
Fjöldi viðurkenninga var veittur á glæsilegu lokahófi handboltamanna sem fram fór á Hótel Selfossi á laugardag. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins en þau voru jafnframt markahæstu leikmenn Selfoss á tímabilinu.Varnarmenn ársins voru Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Kristrún Steinþórsdóttir, sóknarmenn ársins voru Teitur Örn Einarsson og Adina Ghidoarca, efnilegust voru Teitur Örn og Elena Elísabet Birgisdóttir og baráttubikarinn hlutu Rúnar Hjálmarsson og Perla Ruth Albertsdóttir.
09.05.2016
Strákarnir okkar unnu fyrsta leik sumarsins í Inkasso-deildinni þegar þeir lögðu Leikni frá Fáskrúðsfirði að velli 3-2 á JÁVERK-vellinum á laugardag.
06.05.2016
Selfyssingarnir Katharína Sybilla Jóhannsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson keppa á morgun, laugardag 7. maí, fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í flokki unglinga.
06.05.2016
Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla með glæsilegum sigri á Fjölni í oddaleik liðanna sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudag.
05.05.2016
Íslandsmót í júdó fyrir keppendur yngri en 21 árs fór fram laugardaginn 29. apríl í húsnæði júdódeildar Ármanns í Laugardalnum í Reykjavík.Þátttaka var mjög góð eða 124 keppendur frá ellefu félögum.
04.05.2016
Undirbúningur meistaraflokka Selfoss fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu er á lokametrunum en strákarnir hefja leik í 1. deildinni, sem að þessu sinni kallast Inkasso-deildin, laugardaginn 7.
03.05.2016
Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson, sem var einn af fyrstu þjálfurum fimleikadeildar Selfoss, verður haldið í íþróttahúsinu Iðu fimmtudaginn 5.