04.08.2015
Sameiginlegt lið Selfyssinga, Hamars í Hveragerði og Ægis í Þorlákshöfn í 4. flokki karla tók þátt í knattspyrnumótinu Rey Cup fyrir rúmri viku síðan.
04.08.2015
Meistaramót Íslands var haldið á Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí og sendi HSK/Selfoss ellefu keppendur til leiks sem stóðu sig með miklum ágætum.
31.07.2015
Seinasta námskeið sumarsins í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2005-2010) hefst þriðjudaginn 4. ágúst og verður staðsett í Tíbrá.
30.07.2015
Selfyssingar lágu fyrir 0-2 Víkingunum hennar Olgu þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í 1. deildinni í gær.Þegar allt leit út fyrir markalausan fyrri hálfleik skoraði leikmaður Víkings stórbrotið mark sem skildi liðin að í hálfleik.
30.07.2015
Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 8. ágúst. Í fyrra var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi og Olís-mótið í knattspyrnu.
29.07.2015
Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í gær. Stjarnan sigraði í leiknum 1-3 en stelpurnar okkar geta bætt um betur þegar liðin mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar í lok ágúst.Það var Donna Kay Henry sem kom Selfoss yfir á 16.
27.07.2015
Unglingamót HSK 15-22 ára í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi þriðjudaginn 21. júlí og sendu sjö félög á sambandssvæði HSK keppendur á mótið.Selfoss sigraði stigakeppni félaga örugglega með 261 stig, Garpur varð í öðru sæti með 191,5 stig og Dímon í þriðja með 94 stig.
27.07.2015
Stærsti leikur ársins á Suðurlandi fór fram á JÁVERK-vellinum á laugardag þegar Selfoss tók á móti Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins.
24.07.2015
Selfyssingar sáu ekki til sólar í Kórnum þegar þeir mættu HK sl. fimmtudag enda var leikið innandyra. Hvort sem því var um að kenna voru Selfyssingar kjöldregnir í leiknum sem lauk með 4-0 sigri heimamanna.Þrátt fyrir að Selfyssingar væru sterkari aðilinn löngum köflum í fyrri hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og gerðu út um leikinn.
23.07.2015
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Selfoss, eru í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en liðið var kynnt í hádeginu í gær.