Fréttir

Ný námskeið hefjast á mánudag

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2005-2010) hefst á mánudag og verður staðsett í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 868-3474.

Strákarnir á Partille

Strákarnir í 4. flokki Selfoss í handbolta taka nú þátt í Partille Cup í Svíþjóð sem er stærsta keppni sinnar tegundar fyrir yngri flokka í handbolta í heiminum með yfir 20 þúsund þáttakendum frá yfir 50 löndum.Strákarnir vilja koma á framfæri þakklæti til eftirtaldra aðila fyrir veittan stuðning: Bónus, Guðnabakarí, Krás, Góa, Vífilfell, Kjarnabókhald, HS-Orka, Flügger, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar, Súperlagnir, Magnús Maintenance Roof Plumbing, Hótel Katla, Set, Myguesthouse.is, Skalli, Halldórskaffi Vík, Eðalmálun, Klaustur-Vík, Blesi.is, Pro-Ark teiknistofa, Baldvin og Þorvaldur, Lögmenn Suðurlandi, MS og Fagform---Strákarnir stilltu sér upp í myndatöku við brottför. Ljósmynd: Umf.

Forskráning í fimleika 2015-2016 er hafin inná selfoss.felog.is

Forskráning í fimleika er hafin inn á . Um er að ræða tímabilið frá september 2015. Skráningu lýkur 10. ágúst 2015 og er mikilvægt að þeir sem ætla í fimleika séu skráðir tímanlega svo auðveldlega gangi að raða í hópa og gera stundatöflu.Í boði verða hefðbundnir fimleikar fyrir börn fædd 2011 og fyrr.

Orkumótið 2015

í Vestmannaeyjum fór fram um seinustu helgi en mótið er fyrir stráka á eldra ári í 6. flokki. Keppendur, þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur skemmtu sér og sínum allan tímann bæði með fallegum fótbolta og skemmtilegum uppátækjum.Ljósmyndir: Umf.

Hrafnhildur íþróttamaður ársins

Hrafnhildur Hauksdóttir knattspyrnukona sem spilar með Selfoss í Pepsi-deildinni var valin íþróttamaður ársins 2014 í Rangárþingi eystra.Fjórir voru tilnefndir og auk Hrafnhildar voru þau María Rósa Einarsdóttir íþróttafélaginu Dímon, Andri Már Óskarsson GHR og Guðbergur Baldursson Knattspyrnufélagi Rangæinga.

Stelpurnar á hælunum gegn KR

Stelpurnar okkar tóku á móti KR-ingum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær.Fyrirfram var reiknað með þægilegum leik gegn KR en annað kom á daginn og máttu Selfyssingar að lokum þakka fyrir annað stigið úr leiknum þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum.

Yfirburðasigur HSK/Selfoss á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram með glæsibrag á Selfossvelli um helgina þar sem 244 ungmenni voru skráð til leiks. Umgjörð, skipulagning og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá heimamönnum í HSK/Selfoss.Glæsilegur árangur náðist á mótinu en alls var um að ræða 277 persónulegar bætingar og þar af þrjú Íslandsmet.

Selfyssingar lágu fyrir Haukum

Selfyssingar tóku á móti Haukum í áttundu umferð 1. deildarinnar fyrir fyrir helgi.Líkt og í leiknum gegn Fjarðabyggð í næstu umferð á undan réðust úrslit leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Selfyssingar misstu einbeitinguna eftir hornspyrnu Hafnfirðinga sem komu boltanum í net okkar pilta.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ sem fram fer á Selfossi hefst strax að loknu Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer um helgina. Skólinn er settur á mánudag og stendur fram á fimmtudag 2.

Sundþjálfari óskast

 Sunddeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða sundþjálfara til starfa.Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt öðrum verkefnum sem falla undir starfssvið þjálfara s.s.