Fréttir

Tryggvi Þórisson framlengir

Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.

Aðalfundur taekwondodeildar 2021

Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Taekwondodeild Umf.

Sex marka tap gegn Gróttu

Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar.  Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum.  Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks.  Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil.  Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð.  Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk. Umf.

Sóknafæri Selfoss - Netkönnun

Knattspyrnudeild Selfoss er stöðugt að reyna að bæta þjónustu sína við iðkendur, foreldra og samfélagið. Okkur langar að biðja ykkur um að taka þátt í stuttri netkönnun sem er liður í vinnu deildarinnar um stefnumótun og framtíðarsýn.

Aðalfundur sunddeildar 2021

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars  klukkan 18:15.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Sunddeild Umf.

Aðalfundur júdódeildar 2021

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars klukkan 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Slakur seinni hálfleikur varð stelpunum að falli

Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu.

Tap gegn Haukum í hörkuleik

Selfyssingar töpuðu gegn Haukum í hörkuleik á föstudagskvöldið með fimm mörkum, 25-20, að Ásvöllum.Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og góð vörn í fyrirrúmi.

Fréttabréf ÍSÍ

Elfar Ísak í Selfoss

Elfar Ísak Halldórsson er genginn aftur í raðir Selfyssinga eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðustu tvö tímabil. Elfar er fæddur árið 2002.