Guðmunda í æfingahóp landsliðsins

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, er ein átján leikmanna sem valdar hafa verið í æfingahóp A-landsliðs kvenna fyrir leik gegn Serbíu í lok október.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið átján leikmenn á undirbúningsæfingar um komandi helgi en leikurinn gegn Serbíu fer fram ytra þann 31.

Fótboltadagar Selfoss í Intersport

Fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október verða fótboltadagar Selfoss í Intersport. Það verða frábær tilboð á fótboltavörum.

Leikmenn Selfoss til reynslu erlendis

Miðjumaðurinn Svavar Berg Jóhannsson og bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson dvelja í vikutíma hjá enska félaginu Brentford á reynslu í næstu viku.

Guðmunda Brynja efnilegust á Íslandi

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði og markahæsti leikmaður Selfoss í knattspyrnu í sumar var valin efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar á lokahóf KSÍ í seinustu viku.Í frétt kemur fram að Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk.

Fjöldi verkefna hjá landsliðsmönnum Selfoss

Þrátt fyrir að tímabili knattspyrnumanna sé lokið er nóg um að vera hjá landsliðsmönnum okkar.Karítas Tómasdóttir var með U19 liðinu í undankeppni EM en leikið var í Búlgaríu.

Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar var haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 21. september. Boðið var upp á glæsileg skemmtiatriði sem náðu hámarki í söngkeppni meistaraflokks kvenna og 2.

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss fór fram laugardaginn 21. september. Fjöldi iðkenda mættu ásamt foreldrum sínum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir sumarið.

Haukur Ingi og Richard með nýja samninga

Í dag mættu Haukur Ingi Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson í Tíbrá til að skrifa undir 3 ára samning við knattspyrnudeildina.

Nýr hópleikur hefst á laugardaginn

Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 28. september. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.

Þriðji flokkur lék til úrslita

Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis spilaði til úrslita í B-liðakeppni 3. flokks stráka í seinustu viku. Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki og var það Jökull Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.Mótherjar strákanna í úrslitaleiknum voru Fjölnismenn úr Grafarvogi.