Sumarstarfið hjá 6. flokk kvenna

Stelpurnar í 6. flokki hafa haft í nógu að snúast í sumar og staðið sig glimrandi vel. Í flokknum hafa verið u.þ.b. 20 stelpur sem hafa allar verið mjög duglegar að taka þátt í mótum sem hafa verið í boði og nánast alltaf verið hægt að tefla fram þremur liðum.

Bikarkeppni hjá Selfoss getraunum

Á laugardag hefst bikarkeppni Selfoss getrauna. Þeir einstaklingar sem skrá sig til leiks eru dregnir úr hatti þannig að úr verða 8 leikir.

Markalaust í seinast heimaleik stelpnanna

Selfoss gerði markalaust jafntefli við HK/Víkingi í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.Með stiginu tryggði Selfoss sér sjötta sæti deildarinnar en eins og fram kom í samtali við Gunnar Borgþórsson þjálfara liðsins setti liðið sér það markmið að komast einu sæti ofar. „Við settum okkur líka annað markmið, að vera efstar af þessum fimm liðum í neðri hlutanum.

Sindri og Karitas valin í landsliðið

Sindri Pálmason og Karitas Tómasdóttir hafa verið valin í U19 ára landslið karla og kvenna í knattspyrnu sem leika munu í Svíþjóð og Búlgaríu á næstu dögum.Sindri Pálmason var valinn í U19 landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti  í Svíþjóð 16.–22.

2. flokkur skorar á meistaraflokk

Strákarnir í 2. flokki á Selfossi hafa skorað meistaraflokk kvenna á hólm í söngeinvígi á lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss laugardaginn 21.

Tap gegn Leiknismönnum

Selfyssingar þurftu að láta í minni pokann þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Breiðholtið í gær. Eins og oft áður í viðureignum liðanna var um fjörugan leik að ræða.

Við ofurefli að etja

Selfoss mætti ofjörlum sínum í Garðabæ á laugardag þegar liðið sóttu Íslandsmeistara Stjörnunnar heim í Pepsi deildinni. Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir það var Stjarnan sterkari og skoraði þrjú mörk fyrir leikhlé.

Einn flottasti klúbbur landsins

Þrír leikmenn Pepsi deildarliðs Selfyssinga í knattspyrnu, Guðmunda Brynja Óladóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir og Karitas Tómasdóttir skrifuðu á dögunum undir nýja samninga við knattspyrnudeild Selfoss.

Selfoss lá á heimavelli gegn Þór/KA

Selfoss tapaði 1-2 gegn Þór/KA á heimavelli í gær sunnudag. Gestirnir sóttu og skoruðu tvö mörk undan þéttum vindi í fyrri hálfleik.

Öruggur sigur Selfyssinga

Í gær mættu Selfyssingar toppliði Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu. Er skemmst frá því að segja að Selfyssingar unnu öruggan 3-0 sigur og var sigurinn síst of stór.Svavar Berg Jóhannsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 17.