Tvær góðar fyrirmyndir frá Selfossi

Tvær ungar íþróttakonur á Selfossi, þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu í sínum greinum.

Heiðdís til liðs við Selfoss

Rétt í þessu var knattspyrnudeild Selfoss að ganga frá eins árs samningi við varnarmanninn Heiðdísi Sigurjónsdóttur.Heiðdís, sem er fædd árið 1996 og kemur frá Hetti á Egilsstöðum, er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, hættulega hraður og hávaxin varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar spilað 69 meistaraflokksleiki í deild og bikar með Hetti og skorað 29 mörk.

Selfoss fær liðsstyrk í Pepsi-deildinni

Gengið hefur verið frá samkomulagi við tvo leikmenn sem kom til með að spila fyrir Selfoss í Pepsi-deildinni næsta sumar. Það eru bandaríski markvörðurinn Chanté Sandiford og Magdalena Anna Reimus, ung og efnileg knattspyrnukona frá Hetti á Egilsstöðum sem skrifaði undir tveggja ára samning.Við bjóðum leikmennina velkomna í Selfoss og fögnum því að ungir og efnilegir íþróttamenn velji Selfoss.Sjá nánari upplýsingar um Sandiford á vef .---Magdalena (t.h.) ásamt Guðmundu Brynju fyrirliða Selfoss. Mynd: Umf.

Dagný meðal fjögurra bestu

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, leikmaður Pepsi-deildarliðs Selfoss í knatt­spyrnu, er í hópi þeirra fjög­urra sem koma til greina sem besta knatt­spyrnu­kona banda­ríska há­skóla­bolt­ans í vet­ur.Til­nefn­ing­in er til hinna svo­kölluðu Honda Sports-verðlauna, en Honda er aðalstyrkt­araðili þeirra.

Selfyssingar á landsliðsæfingum

Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, er í landsliðshópi U19 kvenna sem æfir í Kórnum dagana 12.-14. desember næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.Þá tekur Unnur Dóra Bergsdóttir þátt í landshlutaæfingu fyrir árgang 2000 sem fram fara í Kórnum á laugardag og Egilshöll á sunnudag.

Dagný háskólameistari í Bandaríkjunum

Dagný Brynjarsdóttir varð um helgina háskólameistari í knattspyrnu í Bandaríkjunum með liði Florida State háskólans sem sigraði Virginíuháskóla 1-0.

Jordan Lee í raðir Selfyssinga

Knattspyrnudeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við hinn 22 ára Jordan Lee Edridge að hann leiki með liði Selfyssinga næstu tvö árin.Jordan Lee er fjölhæfur varnarmaður og kemur til liðsins frá Grindavík þar sem hann lék seinustu þrjú keppnistímabil.

Þorsteinn Daníel í úrtaki U21

Selfyssingurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla í knattspyrnu.Æfingarnar, sem eru undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands, fara fram í Kórnum helgina 6.

Fjölmenni á aðalfundi knattspyrnudeildar

Fjölmenni var á aðalfundi Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss sem haldinn var  Tíbrá fimmtudaginn 27. nóvember. Stjórn deildarinnar var endurkjörin á fundinum og er það til marks um þann stöðugleika sem deildin hefur náð á seinustu árum.Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar, flutti skýrslu stjórnar og lýsti því daglega starfi sem fram fer á vettvangi deildarinnar þar sem meginþunginn er yfirleitt sá sami, þ.e.

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Selfyssingsins Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla næstu tvö árin, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.Halldór, sem hefur lokið KSÍ-A þjálfara gráðu og markmannsþjálfaragráðu, hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ og var í þjálfarateymi A landsliðs kvenna sem komst í fjórðungsúrslit í lokakeppni EM í Svíþjóð 2013.Auk þess hefur Halldór þjálfað á Selfossi í áraraðir, m.a.