Fréttir

Herrakvöldið 2016

Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu föstudaginn 4. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald stundvíslega kl.

Fjórir ungir leikmenn semja við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við fjóra unga leikmenn sem allar hafa skrifað undir tveggja ára samning við félagið.Þetta eru þær Barbára Sól Gísladóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir og Þóra Jónsdóttir.Eins og kemur fram á þá voru Barbára, Írena og Þóra að skrifa undir sína fyrstu samninga við Selfoss en Unnur Dóra framlengdi samning sem hún skrifaði undir í vor.

Fréttabréf UMFÍ

Forvarnardagurinn 2016

er í dag, miðvikudaginn 12. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Brons á Riga Open

Selfoss sendi tvo keppendur á Riga Open í Lettlandi um síðustu helgi ásamt Sigursteini Snorrasyni, meistara taekwondodeildarinnar.Kristín Hrólfsdóttir fékk erfiðan andstæðing strax í fyrsta bardaga þegar hún mætti Bodine Schoenmakers frá Hollandi og tapaði 1-0.

Íþróttavísindaráðstefna ÍSÍ - Frá unglingi til afreksmanns

Íþróttavísindaráðstefnan , fer fram dagana 13. - 15. október í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks.

Fulltrúar norrænna fyrirtækjaíþrótta heimsóttu Selfoss

Það voru góðir gestir frá norrænum samtökum fyrirtækjaíþrótta sem komu í heimsókn í Tíbrá föstudaginn 30. september að frumkvæði .Norrænir fulltrúar sambanda um fyrirtækjaíþróttir funduðu hér á landi um liðna helgi 30.

Evrópumótið í hópfimleikum á RÚV

Eins og greint hefur verið frá eru átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss stödd í Maribor í Slóveníu um þessar mundir að keppa með landsliðum Íslands á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum.Hægt er að fylgjast með okkar fólki í beinni útsendingu á vefmiðlunum og visir.is sem sýna frá undankeppni á miðvikdag og fimmtudag og í sem sýnir frá mótinu á föstudag og laugardag.Við viljum minna á fjáröflunarverkefni fimleikasambandsins, bæði símastyrktarlínu fyrir einstaklinga og Vertu mEMm en þar skora fyrirtæki hvert á annað að styðja við bakið á landsliðunum.

Okkar strákar í landsliðsverkefnum

Ekki nóg með að og hafi verið í eldlínunni með A-landsliðinu í þessari viku, þá hafa einnig nokkrir ungir leikmenn fengið boð um taka þátt á æfingum á vegum yngri landsliða Íslands.Martin Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Axel Einarsson voru boðaðir á úrtaksæfingar með U17 (2001 hópur) sem fara fram núna um næstu helgi.Einnig er Anton Breki Viktorsson boðaður á æfingar hjá U17 (2000 hóp) vegna undirbúnings U17 ára liðs Íslands fyrir undankeppni EM sem fer fram í Ísrael í lok mánaðarins.Óskum þessum drengjum til hamingju með þennan árangur.

Hildur Helga með met í sleggju

Selfyssingurinn Hildur Helga Einarsdóttir setti HSK-met í 14 ára  flokki á stökk- og kastmóti Umf. Selfoss á dögunum. Þar kastaði hún 4 kg sleggju 22,30 metra og bætti 11 ára gamalt HSK-met Landeyjarsnótarinnar Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, núverandi markvarðar ÍBV í knattspyrnu, um rúma sjö metra.