Fréttir

Fyrsti leikur vetrarins hjá strákunum

Meistaraflokkur karla hefur leik í Olísdeildinni fimmtudaginn 8. september klukkan 19:30. Strákarnir byrja á útivelli gegn gríðarsterku liði Aftureldingar sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili.Nokkrar breytingar hafa orðið á okkar liði frá síðasta tímabili.

Um æfingagjöld

Vegna umræðu um æfingagjöld vill stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss koma eftirfarandi skýringum á framfæri. Það er misdýrt að æfa einstakar íþróttagreinar því að ólíku er saman að jafna.Æfingagjöld eru reiknuð út frá tímafjölda iðkenda, fjölda barna í hóp og fjölda þjálfara á hóp.

Selfosshjartað slær á ný

Selfyssingar sóttu gott stig gegn FH-ingum í Hafnarfjörð þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni í gær.Liðið lenti undir þegar skammt var eftir af leiknum en Magdalena Anna Reimus sem jafnaði fyrir Selfyssinga á 82.

Guðjón Bjarni tekur við liði Selfoss í Pepsi-deildinni

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, sem ráðinn var aðstoðarþjálfari Pepsi-deildarliðs Selfoss á miðju sumri, hefur nú tekið við sem aðalþjálfari liðsins.

Markaþurrð á Akureyri

Selfyssingar heimsóttu KA í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik og tryggðu sér um leið sæti í Pepsi-deildinni á næsta keppnistímabili.

Umsóknarfrestur um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ er til 1. október næstkomandi. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ.

Ungar stúlkur í meistaraflokk Selfoss

Meistaraflokkur Selfoss hefur bætt við fjórum stelpum í hóp sinn, ekki var leitað langt yfir skammt enda þessar stúlkur allar leikmenn 3.

Lokahóf yngri flokka

Nú líður að lokum knattspyrnuvertíðarinnar og fer lokahóf yngri flokka fram á JÁVERK-vellinum sunnudaginn 11. september kl. 14:00 en í framhaldi af því eða kl.

Frístundastyrkurinn greiddur samstundis

Nú er vetrarstarfið hjá deildum Umf. Selfoss að hefjast og er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.Sú ánægjulega breyting hefur orðið að nú er hægt að sækja um leið og gengið er frá greiðslu í.

Lánleysið lék Selfyssinga grátt

Selfyssingar tóku á móti KR í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildarinnar í gær. Það voru KR-ingar sem skoruðu eina mark leiksins gegn lánlausu liði Selfoss.Þrátt fyrir mikla yfirburði stóran hluta fyrri hálfleiks skoruðu gestirnir úr vesturbæ mark eftir rúman hálftíma.