Fréttir

Heimavöllurinn í hættu

Selfyssingar fóru í heimsókn til Fjölnismanna í 1. deildinni í gær en aðeins tvö stig skildu liðin fyrir leikinn.Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 8-4 en þá vöknuðu Selfyssingar til lífsins og jöfnuðu.

Guðmundur í raðir Rosenborgar

Rosenborg hefur fengið Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Greint var frá því á vef að Guðmundur hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.Guðmundur, sem er uppalinn hjá Selfossi, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið.„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.---Guðmundur og Stig Inge eftir undirskrift. Ljósmynd af heimasíðu Rosenborg.

Mikilvægt stig Selfyssinga í Eyjum

Selfyssingar náðu sér í afar gott stig í Vestmannaeyjum á skírdag í baráttunni um sjöunda sætið í Olís-deildinni.Leikurinn var hnífjafn framan af en heimastelpur voru í við sprækari eftir fyrsta korterið og náðu tveggja marka forystu sem þær héldu til hálfleiks 15-13.Selfoss náði góðum kafla í upphafi seinni háfleiks, jöfnuðu 16-16, leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum.

Tvær efnilegar á æfingum U-18

Selfyssingarnir Dagbjört Rut Friðfinnsdóttir (t.v.) og Ída Bjarklind Magnúsdóttir æfðu á dögunum með U-18 ára landsliðinu sem undirbýr sig fyrir European Open sem haldið verður í júlí.Sjá nánari umfjöllun um verkefni landsliðsins á vefnum .

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2016

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.

Efnilegir strákar í skemmtilegum leik

Strákarnir hans Gumma Garðars í 8. flokki tóku þátt í stórskemmtilegu handboltamóti sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ fyrr í mánuðinum.

Ungir fimleikastrákar á sameiginlegri æfingu

Fimleikasamband Íslands stóð fyrir sameiginlegri drengjaæfingu hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ sl. laugardag. Saman voru komnir drengir á aldrinum átta til fjórtán ára úr fjórum félögum og æfðu þeir undir stjórn landsliðsþjálfaranna Yrsu Ívarsdóttur, Kristins Guðlaugssonar og Henriks Pilgaard.

Dregið í páskahappadrætti

Í dag var dregið í páskahappdrætti handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Aðalvinningurinn, Samsung sjónvarp, kom á miða númer 161.Vinningarnir í happdrættinu voru 85 talsins og heidarverðmæti þeirra var 976.334 krónur.Vinningsnúmerin í happdrættinu eru eftirfarandi:1.

Fréttabréf UMFÍ

Elvar Örn í U-20 á EM

Ólafur Stefánsson landsliðsþjálfari U-20 landsliðs Íslands hefur valið liðið sem tekur þátt í forkeppni EM sem fram fer í Póllandi í byrjun apríl.Elvar Örn Jónsson er í hópnum og er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda feykiöflugur leikmaður sem ásamt því að hafa verið í U-18 landsliði Íslands sem hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra (undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss) hefur verið lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss í vetur.Í undankeppninni mætir lið Íslands Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum frá Póllandi.Auk Elvars í liðinu er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, auk þess sem hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson (sem enn er í U-18 landsliðinu) er einn fjögurra sem einnig taka þátt í æfingum og eru til taks.Sjá nánar í frétt á .MM