Fréttir

Selfoss framlengir við Vélaverkstæði Þóris

Þórir Þórarinsson á Vélaverkstæði Þóris er að sönnu merkilegur maður, ekki bara að hann reki blómlegt fyrirtæki og veiti fjölda manns atvinnu heldur gerir hann sér einnig grein fyrir mikilvægi þess að styðja við íþróttastarf á Selfossi.Jón Birgir Guðmundsson, starfandi formaður handknattleiksdeildar, kíkti ásamt úrvali landsliðsfólks okkar í heimsókn til Þóris í seinustu viku.

Aðalfundur fimleikadeildar 2016

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirFimleikadeild Umf.

Aðalfundur sunddeildar 2016

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 18:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirSunddeild Umf.

Selfyssingar bikarmeistarar – Haukur og Katrín Ósk bestu leikmennirnir

Selfoss átti tvö lið í úrslitaleikjum í bikarkeppni yngri flokka sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudag. Strákarnir á yngra ári í 4.

Hlaupanámskeið og æfingar á Selfossi 

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.Dagana 3.

Þórdís vallarstjóri ársins – Selfossvöllur besti völlur landsins

Á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) sem haldinn var fyrir hálfum mánuði síðan voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins 2015.Í flokki knattspyrnuvalla var Þórdís Rakel Hansen Smáradóttir, vallarstjóri á JÁVERK-vellinum á Selfossi valin vallarstjóri ársins.

Tvö lið Selfyssinga bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 26.-28. febrúar. Mótið var haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, og er þetta fjölmennasta hópfimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á mótið, alls fimmtán lið.

Egill við æfingar í Frakklandi

Selfyssingurinn Egill Blöndal og félagi hans Breki Bernharðsson tóku sig til og fluttu til Frakklands í byrjun febrúar. Samhliða fjarnámi munu þeir verða þar við æfingar til 8. apríl en þá fara þeir til Japans og verða þar í fimm vikur þar sem æft verður þrjá tíma á daga alla daga nema sunnudaga.

Selfyssingar í úrslitum í tveimur flokkum

Tveir yngri flokkar Selfoss leika til úrslita í Coca Cola bikar HSÍ í Laugardalshölllinni sunnudaginn 28. febrúar.Strákarnir á yngra ári í 4.

Brenniboltamót Selfoss

Brenniboltamót knattspyrnudeildar verður haldið laugardaginn 5. mars í Iðu og hefst klukkan 12:30. Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.