Fréttir

Clara Sigurðardóttir í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss.Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum.

Selfyssingar stefna á Norðurlandamótið

Spennandi tímar eru fram undan hjá fimleikadeild Selfoss en bæði stúlknalið Selfoss í 1. flokki og blandað lið stúlkna og drengja í 1.

Tvenn bronsverðlaun á RIG

Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á júdókeppni RIG, Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana, sem haldin var í Reykjavík 25. janúar. Úlfur Þór Böðvarson og Breki Bernhardsson unnu til bronsverðlauna.Úlfur vann til bronsverðlauna í -90 kg flokki og Breki í -73 kg flokki.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn febrúarmánaðar eru þau Katrín Ágústsdóttir og Viktor Logi Sigurðsson.Katrín er í 3. flokki kvenna, er mjög metnaðarfull og leggur sig mikið fram.

Með bros á vör

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina í sumar, dagana 30. júlí til 2. ágúst. HSK sér um framkvæmd mótsins í samstarfi við UMFÍ og Sveitarfélagið Árborg. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem allir 11-18 ára geta keppt á en einnig eru verðug verkefni fyrir bæði yngri börn sem og fullorðna.

Eva María keppir á NM fullorðinna í Helsinki

Eva María Baldursdóttir Umf. Selfoss keppir næsta sunnudag í hástökki á Norðurlandameistaramótinu innanhúss sem fer fram í Helsinki næsta sunnudag.

Tveggja marka sigur hjá stelpunum

Stelpurnar áttu síðari leik tvíhöfðans í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Þar unnu þær frískt lið ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni, 24-22.Selfyssingar náðu snemma frumkvæðinu í leiknum þó munurinn hafi ekki verið mikill.  Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem munurinn fór í fyrsta sinn yfir þrjú mörk, ÍR náði þó marki til baka og staðan í hálfleik 13-11.Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss hélt frumkvæðinu án þess þó að hrista gestina af sér.  Þær héldu haus allt til leiksloka og sigur niðurstaðan, 24-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/3, Katla María Magnúsdóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 8 (26%)Selfoss er því áfram í 3.

Sjö marka tap í Suðurlandsslagnum

Selfoss lá fyrir Eyjamönnum í Suðurlandsslagnum í dag með sjö mörkum, 29-36.Þetta var fyrsti leikur Einars Sverrissonar í Hleðsluhöllinni í langan tíma en hann var ekki lengi inná Einar fékk rautt spjald í byrjun leiks.

Fréttabréf ÍSÍ

Kaylan Marckese skrifar undir hjá bikarmeisturunum

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska markvörðinn Kaylan Marckese og mun hún leika með bikarmeisturunum á komandi sumri.   Marckese er 22 ára gömul og lék með öflugu liði University of Florida í háskólaboltanum 2015-2018, þar sem hún spilaði 78 leiki og hélt hreinu í 29 þeirra, sem er skólamet.   Að loknu námi tók hún þátt í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar og var valin 29.