Fréttir

Upplýsingar vegna samkomubanns

Í kjöllfarið á ákvörðunar íslenskra yfirvalda að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15.

FSÍ | Mótahald 14.-15. mars fellt niður

Fyrirhugað mótahald Fimleikasambands Íslands helgina 14.-15. mars, Bikarmót unglinga í hópfimleikum og Þrepamót 3 í áhaldafimleikum, hefur verið fellt niður.

Tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði gegn Haukum í kvöld með 10 mörkum, 25-35, þegar að liðin mættust í Hleðsluhöllinni.Jafnræði var á með liðunum í upphafi en um miðbik fyrri hálfleiks skellti Grétar Ari í lás.  Samhliða því fóru dauðafærin að enda í stöng og framhjá og skoraði Selfoss eitt mark síðustu 13 mínútur hálfleiksins og staðan að honum loknum 8-15.  Selfyssingar byrjuðu síðari hálfleik illa og skorðuu Haukarnir fyrstu þrjú mörkin.

HSÍ | Fjölliðamótum yngri flokka frestað

Í gær fundaði HSÍ með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum eins og hafði verið ákveðið á fundi sambandanna á mánudag með almannavörnum.

Tilkynning frá knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur ákveðið að hætta við þátttöku á mótum fyrir 6. og 7. flokk karla og kvenna sem fyrirhugað var að taka þátt í næstu tvær helgar á meðan neyðarstig vegna COVID-19 er í gildi á Íslandi.

Tanja og Mads þjálfa Ísland

Tanja Birgisdóttir og Mads Pind Lochmann Jensen þjálfarar hjá fimleikadeild Selfoss hafa verið ráðin sem landsliðsþjálfarar Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku í október 2020.

Selfyssingar unnu til fjölda verðlauna á bikarmóti

Annað mótið í bikarmótaröð TKÍ var haldið í Hamarshöllinni helgina 29. febrúar til 1. mars. Á laugardeginum var keppt í flokki barna 12 ára og yngri og unnu Selfyssingar til níu verðlauna.Í bardaga unnu Agnes Ísabella Jónasdóttir, Loftur Guðmundsson, Gústaf Maríus Eggertsson til gullverðlauna.

Viðbrögð við COVID-19 veirunni

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld  samkvæmt viðbragðsáætlunum embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu  í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra fór yfir viðbrögð yfirvalda vegna COVID-19.

Strákarnir bikarmeistarar í hópfimleikum

Um helgina fór bikarmót í hópfimleikum hjá 1. flokki, 2. flokki og KK eldri og yngri fram í íþróttahúsi Stjörnunnar í Ásgarði.

Fjórar stelpur með yngri landsliðum

Fjórir Selfyssingar voru valdir í yngri landslið kvenna á dögunum.  Hólmfríður Arnar Steinsdóttir var valin í U-18 ára landslið kvenna og þær Lena Ósk Jónsdóttir, Hugrún Tinna Róbertsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru allar valdar í U-16 ára landslið kvenna.  Landsliðin koma saman til æfinga 26.